Er eitthvað annað útsýni af botni lækjar heldur en vatns? Nei, eiginlega ekki. Þetta snýst alltaf um það saman. Ef fiskurinn sér þig, þá líkar honum ekki útsýnið. Því miður eru miklu meiri líkur á því að fiskurinn sjái þig í grunnu vatni heldur en djúpu. Eitt vinnur þó alltaf með okkur og það er gáran á vatninu. Hvort sem gáran er vegna rigningar eða vinds er hún vinur okkar. Hún brýtur sjónsvið silungsins, truflar útsýnið og við getum falist ofan hennar.

Svo er það þetta með líkamsbeitinguna hjá okkur. Í sumra augum er fátt tignarlegra heldur en fluguveiðimaður standandi úti í miðri á (læk), örlítið bogin hné, sixpensara, sveiflandi stönginni með þessum takföstu hreyfingum með snöggum stoppum í fram- og afturkastinu. Í augum hinna sömu er fátt aulalegra en fullorðinn maður á fjórum fótum, skríðandi næstum á maganum eins og ánamaðkur fram á bakka árinnar, potandi prikinu varfærnislega fram á við án þess að það minnsta skugga beri á vatnið. Meira að segja ég hef séð spaugilegu myndina af þessu í huganum en verð eftir sem áður að viðurkenna að ánamaðkurinn á meiri séns á fiski heldur en tindátinn.

Ánamaðkar?
Ánamaðkar?

Annars er það ekki endilega skugginn sjálfur sem fiskurinn hræðist. Honum stendur meiri ógn af hreyfingu þess sem varpar skugga. Það er stundum talað um að skjóta rótum, eða ekki. En, það hefur komið fyrir að mér hefur tekist að skjóta svo rótum í vatni að fiskurinn er löngu hættur að forðast mig og syndir beinlínis á milli fóta mér. Ef maður aftur á móti hreyfir sig þá er spilið búið, oftast. Af þessu hef ég ráðið að takist manni ekki að leika Pétur Pan (vera án skugga) þá er næst best að leika skjaldbökuna og hreyfa sig hægt og rólega frekar en hérinn sem skýst áfram. Fyrst maður á sér skugga er eins gott að hann hreyfist hægt og rólega.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.