Fyrirsögn þessarar greinar gefur ykkur e.t.v. vísbendingu um hvernig mér hefur gengið að veiða í straumi og þá sér í lagi andstreymis. Þetta hefur nú oft ekki orðið neitt annað heldur en andstreymi, lítið um veiði.

Mér skilst að ég sé einn fjölmargra sem er með allt of langan taum andstreymis. Oftast er taumurinn minn rúmlega stangarlengd, jafnvel tæpar tvær þegar þannig liggur á mér. Þeir sem best þekkja til straumvatns hafa verið að benda á að taumurinn má ekki vera lengri en sem nemur dýpt vatnsins sem veitt er í.

Og svo þetta með tökuvarana. Ekki límmiða, bara kítti á samsetningu línu og taums, eða ekki. Maður á aldrei að segja aldrei og væntanlega á maður heldur aldrei að segja ‚ég get ekki‘ svo ég segi bara; ég og tökuvarar eigum ekki samelið.

Sú sögn hefur orðið ótrúlega almenn að andstreymisveiði sé útbreiddasta veiðiaðferðin í silungsveiði í straumvatni fyrr og síðar. Það er nú aðeins orðum aukið, því það er alls ekki eins lagt síðan og flestir halda að andstreymisveiði var kynnt til sögunnar hér á landi, svona í sögulegu tilliti. Þar sem silungurinn snýr lagsamlega oftast snjáldrinu upp í strauminn er ekki svo galið að laumast aftan að honum, þ.e. fyrir neðan hann í straumi einmitt í dauða punktinum og kasta upp fyrir hann og leyfa agninu að fljóta að honum. Að vísu erum við þá alltaf að smella línu fyrir sól og myndum þannig skugga í vatninu sem fiskurinn getur auðveldlega séð. Einfalt ráð gegn þessu, svona á pappírnum í það minnsta, er að koma línunni upp og á ská fyrir fiskinn, ekki beint yfir hann. Með þessu móti forðum við skugganum frá fiskinum ásamt taumi og mögulega línunni sjálfri því oft hefur góður fiskur tapast við það eitt að hann rekur snjáldrið í tauminn, styggist eða færir þannig fluguna úr færi áður en hann kemur auga á hana. Annað gott ráð í andstreymisveiði er að halda falsköstum í lágmarki eða í það minnsta frá fiskinum þar til æskilegri línulengd er náð.

Kraðak í andstreymi
Kraðak í andstreymi

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.