Ofar þýðir minna

Það er ekki átroðningi fjölskyldumeðlima á grúskinu mínu fyrir að fara á mínu heimili. Að vísu er ég giftur veiðifélaga mínum en hún er að mestu laus við allt grúskið sem ég sökkvi mér reglulega niður í. En, það vildi nú samt svo skemmtilega til um daginn að eldri sonur minn uppfræddi mig óumbeðinn um formúluna fyrir sjónsviði silungsins. Það kom mér skemmtilega á óvart að hann hafði verið að stúdera ljósbrot o.fl. í líffræði í skólanum og fannst þetta eiga fullt erindi við mig með mína dellu. Mér datt í hug hvort fleiri hefðu ekki gagn af þessari framsetningu stráksins þannig að ég kom henni á mynd og í orð sem hér fara á eftir. Það er auðvitað langt því frá að hér sé einhver nýr sannleikur á ferðinni og hefur oft sést á netinu og í bókum, en til að bæta um betur þá hef ég útbúið smá Excel reiknilíkan aðgengilegt hérna sem mönnum er velkomið að hlaða niður.

Sjónsvið silungsins
Sjónsvið silungsins

Skýringar:

 1. Ljós berst fiskinum inn um glugga í vatnsborðinu sem myndar 97° keilu.
 2. Sjónsvið fisksins ofan þessa glugga takmarkast mest af yfirborði vatnsins. Gárað yfirborð skerðir útsýnið verulega, regndropar sömuleiðis.
 3. Blindi punktur fisksins eftir vatnsbolnum nemur u.þ.b. 10° með fráviki allt að +10° sé yfirborð vatnsins óstöðugt.
 4. Allt utan við 97° gluggann sér fiskurinn í raun sem endurspeglun vatnsbolsins á því sem er undir yfirborðinu. Þetta er svæðið undir dökk-gráu geirunum.
 5. Allt innan vatnsbolsins og 15 m fjarlægðar sér fiskurinn bara þokkalega vel, utan þess sem leynist aftan við hann.

Ef við gefum okkur að fiskurinn sé á svamli við mörk efra fæðusvæðisins (50 sm dýpi) og u.þ.b. 10 m frá landi, þá fer hann létt með að greina hreyfingu okkar því hann sér allt sem er 166 sm og hærra á bakkanum. Ef fiskurinn færir sig aftur á móti ofar í vatnsbolinn, segjum 20 sm þá sér hann aðeins það sem er 172 sm á hæð eða hærra.

Ummæli

12.11.2013 – UrriðiHeyrði einu sinni að þetta væri ástæðan fyrir að krakkar grísast oft til að setja í stóra fiska, þeir eru hreinlega það litlir(<160 cm) að fiskarnir sjá þá ekki og eru ekki jafn varir um sig. Fyrir nokkrum árum varð ég vitni að 8 ára gutta taka 5 punda urriða beint fyrir framan mig svo ég útiloka ekki þessa kenningu :)

Einnig hefur mér gengið mun betur á viðkvæmum veiðistöðum eftir að ég byrjaði að nánast skríða á árbakkanum… skiptir engu máli þó ég líti kjánalega út, það sér mig hvort sem er enginn.

Eitt svar við “Ofar þýðir minna”

 1. Urriði Avatar
  Urriði

  Heyrði einu sinni að þetta væri ástæðan fyrir að krakkar grísast oft til að setja í stóra fiska, þeir eru hreinlega það litlir(<160 cm) að fiskarnir sjá þá ekki og eru ekki jafn varir um sig. Fyrir nokkrum árum varð ég vitni að 8 ára gutta taka 5 punda urriða beint fyrir framan mig svo ég útiloka ekki þessa kenningu 🙂

  Einnig hefur mér gengið mun betur á viðkvæmum veiðistöðum eftir að ég byrjaði að nánast skríða á árbakkanum… skiptir engu máli þó ég líti kjánalega út, það sér mig hvort sem er enginn.

  Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.