Loftþrýstingur

Loftvog
Loftvog

Loftþrýstingur hefur áhrif á allt líf á jörðinni. Við finnum fyrir því þegar lægð er að nálgast landið, við verðum þyngri á okkur, förum að geispa í tíma og ótíma. Þeir sem eru næmastir á loftþrýstingsbreytingar verða jafnvel uppstökkir og agressívir. Kannski er þetta einhver arfur frá því við lifðum í hafinu. Fiskar eru nefnilega þannig að þegar lægð er í kortunum, þá auka þeir allverulega við fæðuöflun og eru alls ekki eins varir um sig. Þetta getur við veiðimennirnir auðvitað nýtt okkur.

Þegar svo stormurinn nær hámarki er ekki bara erfitt að koma flugunni út með sómasamlegum hætti, heldur er fiskurinn þá lagstur fyrir og étur nánast ekkert. Þannig hagar hann sér oft allt þar til loftþrýstingur hefur stigið allverulega á ný. Þótt vatnið sé stillt og fallegt á meðan loftþrýstingur stígur, þá getur verið öllu erfiðara að fá fiskinn til að taka, það er nánast allt dautt þótt flugur og skordýr taki við sér nokkuð fljótlega eftir storminn, þá tekur fiskurinn sér nokkuð lengri tíma áður en hann fer aftur á stjá.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com