Baulárvallavatn, 16. – 18. ágúst

Það er sagt vera í 193 metra hæð yfir sjávarmáli og vera rétt um 1,6 ferkílómetrar að stærð. Ætli þetta séu mælingar fyrir eða eftir Múlastíflu? Sami vafi er um mesta skráða dýpi; 47 metrar. En hvað um það, við kíktum í Baulárvallavatnið á föstudagskvöldið, röltum vítt og breytt með bökkum þess á laugardag og kvöddum það svo í rigningu á sunnudag. Er eitthvað meira um þessa veiðiferð að segja? Nei, ekki nema ég laumast til að skrá einn urriða á mig og tvo á konuna en ekki voru þeir nú stórir. Raunar slepptum við bæði eitthvað af svo litlum tittum að orðið ‚tittur‘ er í raun ofrausn. Mér, og raunar veiðifélögum mínum líka, virðist ekkert ganga allt of vel með svona djúp vötn eins og Baulárvallavatn.

Kort af Baulárvallarvatni (2013)
Kort af Baulárvallarvatni (2013)

Það er svo merkilegt að í Baulárvallavatn rennur fjöldi áa og lækja; Vatnaá úr Hraunsfjarðarvatni þegar Hraunsfjarðarstíflan er ekki lokuð í bak og fyrir, Moldargilsá úr Moldarmúla, Baulá sem á upptök sín í Elliðatindum, Draugagilsá úr Draugatjörnum og Rauðsteinalækur ofan úr Sátu. Hvort það renni síðan nokkur á úr vatninu er alsendis óvíst. Getur á verið á ef hún rennur í röri? Nei, ekki að mínu viti. Eitt er víst það rennur engin á í gamla árfarveginum sem er synd og skömm en svo sprettur væntanlega Straumfjarðaá fram undan stöðvarhúsi Múlavirkjunar. Það dylst víst engum að mér finnst lítið til um stíflur, sama hvort þær eru til raforkuframleiðslu eða vatnsmiðlunar í laxveiðiár.

Baulárvallarvatn kl.04:30 19.08.2013
Baulárvallavatn kl.04:30 19.08.2013

 

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 0 19 / 24 / 1 9 / 25 35

 

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.