Veðurspáin sveik ekki í morgun frekar en fyrri daginn. Hann spáði töluverðum blæstri og það stóðs. Það eina sem kannski klikkaði var að við vorum ekki eins snemma á ferðinni eins og við hefðum þurft til hefðum við viljað njóta kyrrðarinnar á Þingvöllum. Þegar við mættum á staðinn u.þ.b. mitt á milli kl. 7 og 8 var þegar maður við mann á Snáðanum, töluverður reitingur inni í Vatnsvik og eitthvað dreifðara á öðrum veiðistöðum.

Það vildi okkur e.t.v. til happs að einn þeirra sem var á Nautatanga var tímabundinn og var rétt við það að renna af hólmi þegar við komum. Sá hafði verið við frá um kl. 5 og séð mikið af bleikju alveg uppi í harðalandi en átt mjög erfitt með að finna réttu fluguna á hana. Með þessa vitneskju í farteskinu lögðum við leið okkar út á tangann og drógum út línur og það stóð á endum, hann tók líka við að draga í vind hann Kári. En, eftir nokkur köst með klassískum Peacock festi ég í einhverjum gróðri að því er mér fannst og var því ekkert að hafa fyrir því að reisa stöngina heldur dróg bara inn með nokkuð ákveðnum togum. Er þá ekki gróðurinn bara þessi fína bleikja sem ég auðvitað missti af þar sem ég lagði slaka í línuna á milli toga. Fyrst þessi vildi Peacock var ég ekkert að breyta um, hélt áfram og setti í eina alveg þokkalega skömmu síðar. Og enn hélt bleikjan áfram að sýna Peacock áhuga og eftir nokkrar naumar tökur setti ég í eina alveg þræl fína en tókst með einhverjum bölvuðum aulaskap að missa hana rétt í þann mund sem ég tók háfinn fram til að landa henni.

Svekktur og sár, mest á sjálfum mér, setti ég Watson’s Fancy púpu á og varð ekki var, reyndi svo með Pheasant og varð ekki heldur var þannig að aftur fór klassískur Peacock á og ég fékk tvær mjög naumar tökur fram til að verða kl.10 þegar vindur hafði tekið sig verulega upp og hálendi Íslands geystist fram yfir Hrafnabjörg og skellti sér niður á vatnið sem þétt mistur. Eftir kaffi og með því ákváðum við að láta gott heita enda skemmtilegur veiðidagur á morgun fram undan og engin ástæða til að slíta sér út í baráttu við Kára.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 1 19 / 24 / 0 7 / 24 32

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.