Landflótta veiðimenn geta alltaf fengið hæli í Vatnasvæði Lýsu ef allt um þrýtur eins og hjá okkur hjónum eftir eins dags stopp í Hlíðarvatni í Hnappadal. Við ákváðum að renna vestar á nesið og sömdum um hálfan & hálfan dag. Byrjuðum sem sagt kl.16 á fimmtudag á því að kanna Lýsuvatnið en gengum fljótlega upp með læknum að Reyðarvatni. Einhver smælki voru á ferli á læknum en hvorugt okkar tók fisk fyrr en komið var að útfallinu í Reyðarvatni þar sem ég setti í tvo urriða með Peacock. Eitthvað þótti okkur vatnið ekki eins spennandi og áður, þannig að við brugðum okkur á milli Reyðarvatns og Torfavatns þar sem frúin setti í urriða í læknum með Prince Nymph og auðvitað varð ég að sníkja eina slíka af henni sem ég notaði í að hrekkja smælkið sem var að atast við ósinn í Reyðarvatni. Sleppti þó öllum, þeir verða klárir til átu eftir svona 2-3 ár.

Þegar þarna var komið færðum við okkur í Torfavatnið og þegar vind stillti með kvöldinu tók klakið við sér í vatninu og fiskurinn líka. Annars kom það okkur á óvart að vatnið var mjög skolað, það var eins og vindur síðustu daga hefði rifið botnsetið all ærlega upp og dreift því um vatnið. En hvað um það, þegar stillti með kvöldinu tókum við nokkra fiska, helst á Black Zulu, Red Tag og Watson’s Fancy púpu. Eitthvað hallaði verulega á aflatölur á milli okkar hjóna þannig að ég fer ekkert nánar út í skiptinguna. Hefði veiðitími okkar ekki verið afmarkaður við kl.22 hefðum við trúlega haldið áfram inn í nóttina, svo frábært var veðrið en þess í stað var haldið í vagninn, snætt og farið að sofa. Næsti morgun skildi tekin snemma; 7:00.

Ekki var nú veðrið alveg eins gott og kvöldið áður; þoka og heldur svalara sem mátti greinilega merkja á því hve fiskurinn var tregur. Það liðu nokkrir tímar þar til fyrsti fiskur kom á land, ekki stór en fiskur þó. Frúin setti í einn á bleikan Nobbler og þegar leið að lokum, kl.12:30 tók ég mig til og fylgdi útfalli Torfavatns rétt inn að Reyðarvatni og setti í alveg þokkalega bleikju á Black Zulu þar sem hún úðaði flugu í sig rétt innan við veiðikofann.

Við hjónin erum eiginlega sammála um að svæðið stóð ekki undir væntingum okkar hvað varðar afla, hvorki magn né stærð fiskjar. Við höfðum aðeins meiri væntingar t.d. til Torfavatnsins sbr. stærð fiskjar sem við fengum þar í fyrra, en svona getur þetta jú alltaf verið hálfgert lottó. Að vísu fengum við síðbúna ábendingu um að fylgja Hraunánni þaðan sem hún rennur undir veginn inn að Hraunsmúla og í Reyðarvatnið, en því miður gafst okkur ekki kostur á að kanna þann möguleika. E.t.v. verður það gert síðar.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 2 19 / 22 / 6 7 / 24 29

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.