Í það minnsta einu sinni á ári höfum við hjónin farið í Hlíðarvatn í Hnappadal. Og hvaða dagur var betri til þess heldur en dagurinn eftir Hlíðarvatn í Selvogi. Við sem sagt lögðum land undir fót á þriðjudag, héldum vestur í Hnappadal og komum okkur fyrir við vatnið í landi Heggsstaða. Það skall á okkur hrein og bein blíða með köflum á miðvikudaginn og fljótlega setti ég í einhverja þá flottustu bleikju sem ég hef náð í Hlíðarvatni á Peacock og heldur lifnuðu nú vonir okkar hjóna um góða veiði, en ……. það komu einfaldlega ekki fleiri fiskar á land á flugu í þessari ferð. Eftir langa bið, rétt á meðan ég flutti innihald eins bjórs úr bauk yfir í belg slæddist ein bleikja til viðbótar á ánamaðk sem fékk að baða sig undir flotholti. Að vísu missti ég þrjá fiska eftir afskaplega naumar tökur og auðvitað voru þetta með stærstu fiskum og ég tel næsta víst að þetta hafi verið bleikjur, í það minnsta voru tökurnar þannig, en fiskan sá ég aldrei því allir ruku þeir niður á botn strax eftir töku og veltu sér þannig að þeir losnuðu.

Nú er hægt að velta töluverðum vöngum um það hvers vegna þetta gjöfula vatn gaf ekki fleiri fiska en þessa tvo, en ég leitaði einfaldlega til ábúanda Heggsstaða, Alberts Guðmundssonar og spurði hann álits. Hann taldi víst að þrenn síðustu sumur hafi hoggið veruleg skörð í fiskistofnin í vatninu, sérstaklega sumarið 2011 sem hafi slegið öll met hvað varðar lélega vatnsstöðu. Lágt vatnsborð hefur væntanlega gengið veruleg að nýliðum bleikju og urriða dauðum og vatnið getur þurft 3-4 ár til að rétta úr kútinum. Þetta samsvarar þokkalega ástandi þessara tveggja bleikja (ef eitthvað er að marka svo lítið úrtak) því þær voru miklu betur haldnar en þær bleikjur sem við höfum veitt þarna á síðustu árum. Kannski er þetta tilfellið; eldri og færri fiskar, betur haldnir og bara svona miklu erfiðara að nálgast þá í vatninu núna þegar vatnsborðið er með hæsta móti. Hvað um það, næsta ár stefnum við á að fara síðar á sumrinu og sjá til hvernig okkur gengur þegar við þekkjum okkur aðeins betur. Svo hátt var í vatninu núna að ‘gömlu góðu’ staðirnir voru einhvers staðar lengst úti í vatninu og maður næstum bara ‘lost’ eins og krakkarnir segja.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 2 18 / 20 / 0 5 / 18 28

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.