Loksins kom að því, við hjónin voru aftur á leið í Hlíðarvatn í Selvogi. Mættum auðvitað á tilsettum tíma á sunnudagskvöldið og drifum okkur út á Mölina til að byrja með. Ég tók stöðuna á tittum út eftir Mölinni og inn undir Hlíðina en Þórunn færði sig fljótlega suður fyrir veiðihús Hafnfirðinga, út á Hjalltanga. Þar í víkinni setti hún í tvær klassískar Hlíðarvatnsbleikjur en mér varð ekkert úr fiski, sleppti öllu sem beit á hjá mér. Vinsælasta fluga kvöldsins; Krókurinn. Heldur þótti mér það dapurt að við vorum þau einu sem sáumst þetta fallega kvöld við vatnið þrátt fyrir að 14 stangir eru skráðar samtals hjá öllum veiðifélögum vatnsins.

Við ákváðum að byrja mánudaginn við Réttina og þar bætti frúin við enn einni bleikjunni án þess að ég yrði var. Rétt fyrir hádegið dóluðum við okkur síðan til baka inn að Botnavík og út á Réttarnesið þar sem frúin bætti enn um betur og tók tvær til viðbótar. Það var ekki fyrr en þarna sem við urðum vör við einn veiðimann til viðbótar og einhverra hluta vegna fannst mér ég kannast við tilburðina, svona úr fjarska. Og mikið rétt, þarna var komin einn af Hlíðarvatnshöfðingjunum, Stefán Hjaltested og var greinilega í fiski sem sannaði sig síðar þegar við kíktum í kæliboxið hjá honum. Úrval af klassískum Hlíðarvatnsbleikjum auk einnar sem var hvorki meira né minna en 67 sm.

Eftir hádegisverð nutum við leiðsagnar Stefáns í Botnavík og útkoman varð að ég setti loksins í eina klassíska á Watson’s Fancy púpu en Stefán sýndi yfirburði og tók eina stærri og svo enn eina sem var yfir 60 sm. Auðvitað bætti frúin við enn einni á rölti sínu með norðurbakka Botnavíkur. Nei, Hlíðarvatnið brást okkur ekki og við héldum mjög sátt heim á leið með okkar sjö bleikjur.

Örlitla skemmtisögu af ferðinni má nálgast á heimasíðu veida.is hérna.

'Kjarri' á vaktinni
Mér fannst þessi vaka yfir okkur í þokunni við Botnavík og gaf honum nafnið ‘Kjarri’

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 1 18 / 18 / 0 5 / 18 27

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.