Nautatangi, Krókurinn, fyrsta kast, murta …… o.s.frv. Þvílík býsn af murtu og mjög smávaxinni kuðungableikju sem var á ferðinni í dag. Ég harðneita að telja alla tittina með sem við hjónin settum í með ýmsum flugum á tanganum í dag, en svo…… færði ég mig örlítið til, nýtti mér smá kannt út frá einni tánni og skipti yfir í eins klassískan Peacock og mér var unnt og setti í þessa líka fínu bleikju og skömmu síðar eina í viðbót. Frábært að sjá að það eru ekki bara krílin sem hafa yfirtekið veiðistaðina austan Öfugsnáða núna.
Heyrði af veiðiverði sem kíkti á kortin okkar að menn hefðu lítið annað haft upp úr krafsinu síðustu daga heldur en grunnslóðarfisk, þ.e. murtu og smávaxna bleikju, þannig að ég má víst bara vel við una að ná tveimur fallegum í soðið.
Veiðitölur ársins
Bleikjur í ferð | Bleikjur alls | Urriðar í ferð | Urriðar alls | Fj.ferða |
---|---|---|---|---|
0 / 2 | 11 / 16 | 0 / 0 | 5 / 18 | 25 |