Mjóavatn í Breiðdal, 9.júlí

Eftir flotta ferð á Melrakkasléttuna var ákveðið að fara eystri leiðina suður til Reykjavíkur. Eins og nærri má geta urðum við að stoppa í það minnsta einu sinni á leiðinni og varð Mjóavatn í Breiðdal fyrir valinu. Nokkrum sinnum hefur maður séð systurvatnið, Kleifarvatn frá þjóðveginum og oft verið hugsað til þess að bleyta færi. Þrátt fyrir að Mjóavatnið sé öllu minna en Kleifarvatnið, þá er það ekki síður aðlaðandi þar sem það kúrir á milli ásanna SSA við Kleifarvatn. Að vatninu og austur með því liggur alveg ágætis slóði og tilvalið fyrir þá sem vilja kannski örlítið meira næði að renna inn að vatninu frá þjóðveginum um Breiðdal.

Skv. upplýsingum að Innri-Kleif eru eitthvað færri en stærri urriðar í Mjóavatni heldur en Kleifarvatni, en eitthvað voru þeir uppteknir við eitthvað annað en kíkja eftir mínum flugum á þriðjudaginn. Að vísu setti ég í fjóra fiska og þar af einn þann minnsta sem ég hef í nokkurn tíma tekið á flugu. Sá var vart meira en 10 gr. og á stærð við jafn þungan Toby-spún. Því miður gafst mér ekki ráðrúm til að mynda kvikindið, svo mikið var mér í mun að sleppa krílinu en birti hér nokkuð góða eftirmynd af honum frá Abu Garcia.

10 gr. Toby
10 gr. Toby

Þrátt fyrir að ég rölti hringin í kringum vatnið fann ég ekki neinn af þessum stóru en er ekki frá því að helst væri unnt að nálgast þá í suð-austur horni vatnsins þar sem hirðanleg stærð á fiski kom á hjá mér.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 0 / 0 11 / 14 / 4 5 / 18 24

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.