Himbrimi
Himbrimi

Maður þekkir það að fiskurinn gufar upp eins og dögg fyrir sólu þegar þessi félagi sést á vötnunum. Án þess að fara út í þær pælingar hvernig stendur á því að hann er eftir sem áður, fisknasti fugl íslenskrar náttúru, þá hefði ég alveg eins getað verið himbrimi á sundi í gærkvöldi þegar ég fór í æfingaferð í Hólmsánna.

Það var alveg sama hvar og hvernig ég kom að ánni, neðan austustu brúar eða ofan túns við Gunnarshólma, alltaf sá ég bara í sporðinn á urriðanum þegar hann forðaði sér undan mér. Á tímabili leið mér svolítið eins og trölli í postulínsbúð. Var alvarlega að spá í fara úr vöðluskónum og læðast á tánum, prófaði meira að segja að læðast að ánni og gera…. ekkert í nokkrar mínútur, en það var eins og við manninn mælt, um leið og ég reisti stöngina var fiskurinn horfinn og eftir sat ég og átti ánna alveg út af fyrir mig á löngum kafla. O jæja, ég náði aðeins að æfa mig í andstreyminu.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 0 / 0 2 / 7 / 0 5 / 11 22

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.