
Hann var nú ekki alveg eins fiskinn í kvöld, hann Reynir Ólafsson vinnufélagi minn, eins og hann var í Fnjóská í fyrra að ég held. Hvorki gæs né fiskur kom á hjá honum í kvöld þegar hann við þriðja mann ásamt mér og konunni minni skruppum í ónefnt vatn í nágrenni borgarinnar.
Aðstæðurnar voru auðvitað ekki alveg 100%, bölvað rok og vatnið eins argasti brimgarður. En eitthvað urðum við hjónin vör, reyndar töluvert á tímabili og svo fór á endanum að ég mér tókst að setja í urriða rétt um pundið. Annars var það einkennilegt hve mikið var af narti og laufléttum tökum sem erfitt var að bregðast við í öllum ölduganginum. Það var meira eins og fiskurinn væri pirraður eða úrillur í öllum hamaganginum í veðrinu og væri bara á glefsinu, frekar en taka ákveðið sér til matar.
Ef einhver er að velta þessari mynd fyrir sér, þá er hún hrein og klár sönnun þess að góður veiðimaður getur allt með góðri flugustöng, meira að segja krækt í gæs í miðri laxveiði.
Veiðitölur ársins
Bleikjur í ferð | Bleikjur alls | Urriðar í ferð | Urriðar alls | Fj.ferða |
---|---|---|---|---|
0 / 0 | 0 / 2 | 0 / 1 | 3 / 10 | 20 |