Utan hrygningartímans er ekki alltaf stórkostlegur munur á útliti urriða eftir kyni. Þeim veiðimönnum sem hugnast að veiða/sleppa veitist stundum nokkuð snúið að greina kyn fisksins, en þetta lærist með tímanum. Snemmsumars getur eitt aðaleinkenna hængsins, krókurinn verið svo flatur að hann er nánast horfinn svo ekki er unnt að stóla á hann við greiningu. Þá koma til tvenn önnur einkenni sem oftast er unnt að nota til aðgreiningar.

Gotraufaruggi hængsins er rúnnaður, svolítið eins og ) á meðan ugginn á hrygnunni er beinni, svolítið eins og /

Síðara einkennið sem leita má eftir er gotraufin sjálf. Á hrygnunni er gotraufin kringlótt ● en á urriðanum er hún þríhyrnt ▼