
Á vafri mínu í gegnum saumaskrín konunnar rakst ég á þetta litla kvikindi í nokkrum útgáfum og datt strax í hug hvort ekki væri alveg grá upplagt að festa eitt svona við klippurnar á veiðivestinu. Því er nú einu sinni þannig farið að með aldrinum virðast augun á flugunum skreppa eitthvað saman. Hérna um árið var enginn vandi að hnýta flugu #16 á taumaenda, en eitthvað er þetta farið að vefjast fyrir manni hin síðari ár. Þetta einfalda apparat getur hjálpað verulega við verkið. Hver veit nema auka-eintak leynist í næsta saumaskríni?
Ummæli
Sigurgeir Sigurpálsson – 26.06.2013: Það er einhver að selja þetta á bland.is á 1990,- kr minnir mig.
Svar: Já sæll, flest er nú til.
Það er einhver að selja þetta https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=neHFMRIARic á bland.is á 1990,-kr minnir mig.