Flýtileiðir

Hítarvatn, 7.- 9.júní

Veðurspá…. er sniðugt fyrirbæri. Það var spáð þetta 3-6 dropum á Snæfellsnesi austanverðu og merkilegt nokk gengu þessir þrír dropar eftir en ekki bólaði á þessum 6 nema rétt aðeins aðfararnótt laugardags og svo mjög stutta stund á laugardagskvöldið. Annars skartaði Hítardalurinn sínu fegursta og maður átti alltaf hálft í hvoru von á að hann fylltist af veiðiþyrstum mönnum og konum, en það var merkilega lítil aðsókn um helgina.

Á laugardagsmorgun afréðum við hjónin að renna vestur fyrir Hólm og ganga frá stíflunni inn með vatninu að vestan. Við vorum á eftir, undan og innan um hóp kátra veiðimanna sem voru í 19. árlegu veiðiferð sinni í Hítarvatn og það var að heyra á tali þeirra að þeir hefðu aldrei séð jafn lítið til fiskjar eins og þetta árið. Já, það fór svo sem ekki mikið fyrir fiskinum á land þennan 1,5 km. frá stíflu og inn að Votuklif sem við hjónin príluðum upp fyrir höfða eða til baka með bakkanum. Mér skilst að aðeins einn fiskur hafi komið á land hjá þeim 9-10 veiðimönnum sem eyddu 4 tímum á vesturbakkanum á laugardag. Fiskurinn svo sem sýndi sig, en það reyndist flestu erfiðara að fá hann til að taka. Það var eins gott að við hjónin vorum með íslenskt fjallalamb með okkur á grillið, annars hefðum við soltið þetta kvöldið. Eitthvað fréttum við af reitingi í hrauninu austan Hólms þannig að við íhuguðum alvarlega að setja stefnuna í átt að Foxufelli næsta morgun.

Þokuslæðingur um miðnættið
Þokuslæðingur um miðnættið

Ef laugardagurinn byrjaði fagur þá gaf sunnudagurinn honum ekkert eftir og við skelltum í okkur staðgóðum morgunmat og lögðum land undir fót. Ekki veit ég nákvæmlega hvað víkin heitir, ef hún heitir þá eitthvað yfir höfuð, sem við enduðum í og að segja til um vegalengd í hana er nánast ómögulegt því leiðin frá Hólmi var u.þ.b. 1,2 km skv. GPS tækinu, en leiðin heim var aðeins 1 km. Skýring? Jú, það eru svo margir ‘stígar’ í hrauninu að fyrir ókunnuga eins og okkur var ekkert mál að velja rangan stíg aðra leiðina og einhvern réttari hina. En, hvað um það. Ég hafði það nokkuð sterkt á tilfinningunni að fiskurinn væri eitthvað viðmótsþýðari þarna í hrauninu heldur en við vestur bakkann og það reyndist vera. Eftir stutta stund setti ég í alveg þokkalegan urriða á Higa’s SOS bara östutt frá bakka. Nokkru síðar var fiskleysismúr konunnar rofinn þegar hún náði einum á agnar litla mýflugu púpu. Ég bætti svo einum titt við sem fékk líf og öðrum sem fór í netið, þeim fyrri til samlætis.

Í rólegheitum röltum við síðan til baka að Hólmi, tókum okkur saman og renndum heim á leið. Þessi veiðiferð varð enn ein sönnun þess að það þarf ekki marga fiska til að eiga eftirminninlegar og frábærar veiðiferðir.

Við Hítarvatn
Við Hítarvatn

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 0 / 0 0 / 0 1 / 3 1 / 5 17

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com