Mýfluga -þurr
Mýfluga -þurr

Þegar ég var að fletta í gegnum nokkrar greinar þar sem menn lýstu mýfluguveiðum, þá fannst mér eitt alveg gegnum gangandi; varlega sögðu menn. En hvað er varlega? Eiga menn að skríða á maganum fram á bakkann, fela sig á bak við stein og kasta ofur-rólega með agnar smáum þurrflugum út á vatnið, helst án þess að hreyfa stöngina nokkurn skapaðan hlut? Ég þori alveg að viðurkenna að mér brá bara svolítið yfir allri þessari leynd sem átti að hvíla yfir mýfluguveiðum. Er þá ekki alveg eins gott að koma sér fyrir, móti sól, vera ekkert mikið á ferðinni og reyna að ná silunginum áður en mýflugurnar klekjast fyllilega út?

Blóðormur
Blóðormur

Á meðan mýflugan heldur sig á botninum sem blóðormur er aðferðin einföld; kasta, leyfa að sökkva og bíða bara rosalega rólegur. Blóðormar eru nánast ekkert á ferðinni þannig að þetta er aldrei spurning um hraðan eða hægan inndrátt, ef þú vilt endilega draga inn (með öðrum orðum; ef þér fer að leiðast) þá ætti langur og rólegur inndráttur að vinna með þér, jafnvel góðar pásur á milli.

Þegar svo mýflugan nær næsta þroskastigi skiptum við yfir í Toppfluguna, Mýflugu eða grannann Mobuto með hvítum kraga, bara svona sem dæmi. Aðferðin er svipuð, nema nú má alveg prófa rykkjóttan inndrátt eða langan með pásu eða stutta kippi þegar flugan er alveg alveg komin upp að yfirborðinu. Annars hef ég örugglega líka heyrt að menn dragi ekkert, láti liggja eða djöflist eins og sá í neðra sé á hælum flugunnar. Kannski hreyfir mýpúpan sig þannig líka? Nei, annars, ég held ekki.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.