Draumaflugan

Draumaflugan?
Draumaflugan?

Draumafluga hvers veiðimanns er væntanlega sú sem hann getur alltaf tekið upp úr boxinu, hnýtt á tauminn, kastað og fengið viðbrögð við innan stundar. Að finna draumafluguna er fjarlægt markmið sem fæstum hefur nokkurn tímann tekist. Það næsta því sem flestir komast er að geta farið nokkrum sinnum í sama eða svipuð vötn, valið sömu fluguna og fengið fisk. En um leið og eitthvað bregður út frá norminu er dæmið ónýtt. Breyturnar í vatnaveiðinni eru svo margar og ef veiðimaðurinn bregst ekki við breyttum aðstæðum þá eru litlar líkur á að sama flugan gefi alltaf. Ein mikilvægasta breytan er vitaskuld tíminn. Tími dags, tími árs og síðast en ekki síst sá tími sem veiðimaðurinn hefur boðið fiskinum sömu fluguna í veiðiferðinni. Sumir veiðimenn veiða aðeins frá rökkri og fram í dagrenningu. „Fiskurinn tekur ekkert á daginn“ segja þeir e.t.v. Fiskur étur hvenær sem er, svo lengi sem eitthvað er að éta. Veiði maðurinn ekkert utan náttmála eru miklu meiri líkur á að hann viti ekki hvar fiskurinn heldur sig á daginn eða hann hefur einfaldlega aldrei ratað á réttu fluguna. Er sem sagt, að bjóða eitthvað sem er bara alls ekki á matseðlinum einmitt þá stundina. Næstum það sama má segja um tíma ársins, þ.e. svo lengi sem fiskurinn sé ekki lagstur í dvala vegna kulda eða fæðuskorts. Á vorin er lífið rétt að kvikna, skordýr vatnsins með stærsta móti (þau éta jú allt árið) og þá þýðir ekkert að bjóða einhver peð í stærðum #24 eða minni. Um leið og stóru feitu pöddurnar hafa klakist út byrjar nýtt tímabil, tímabil ungviðisins og þá fara flugurnar að minnka.

Ekki alltaf eins
Ekki alltaf eins

Veðrið ræður líka miklu um veiðni manna. Sumir veiðimenn einfaldlega draga allt í land þegar byrjar að rigna eða vindur að blása. Aðrir láta sig hafa það, klæða sig eftir veðri og halda áfram. Rigning, svo fremi hún berji ekki vatnið endalaust og deyfi fiskinn niður á botn, kemur með aukið súrefni í vatnið. Með auknu súrefni fara pöddurnar á stjá og fiskurinn líka. Fyrstu tímarnir eftir stórkostlega rigningu eru oft frábært veiðiveður, allt lífríkið á fullu og fiskurinn í stuði.

Birtan hefur einnig töluvert um veiðimöguleika okkar að segja. Glampandi sól er sjaldan fyrirboði mikillar veiði í grunnu vatni. Enn og aftur; silungurinn hefur engin augnlok og fær einfaldlega ofbirtu í augun af því að glápa upp í sólina. En, ef veiðimaðurinn skiptir um flugu og veiðir nær botninum er alveg eins líklegt að þar leynist silungur sem hatar sólbað. Takið eftir; skiptir um flugu er e.t.v. lykillinn í þessari setningu því oft er því þannig farið að sama skordýrið lítur alls ekki eins út þegar það heldur til á botninum eða uppi við yfirborðið.

Draumaflugan mín er flugan sem ég á í nokkrum útgáfum, jafnvel litbrigðum og í nokkrum stærðum. Ég get byrjað á henni í stærri stærð á vorin og veitt hana við botninn í upphafi vertíðar og þegar mjög bjart er yfir. Þegar líður á sumarið tek ég fram minni afbrigðin, veiði ofar í vatnsborðinu og leik mér gjarnan með litina. Stundum verð ég að leyfa henni að eiga sviðið, nota litsterka glepju þegar lítið er að gerast þannig að hún virki svolítið eins og auglýsingaskilti á silunginn. Hann er ekkert skárri en við, ef sama áreitið dynur á honum í svolítinn tíma, þá lætur hann loks undan og kaupir það sem maður hefur að selja.

Ummæli

03.06.2013 – Veiði-Eiður:  Frábær grein Kristján!

Svar: Takk, maður á sína daga 🙂

03.06.2013 – ÁsiSkemmtileg grein. Ég á mína drauma og oftast kemur pheasant tail fyrir í þeim. Takk fyrir að deila hugrenningunum.

2 svör við “Draumaflugan”

  1. eisiplant Avatar

    Frábær grein Kristján!

    Líkar við

  2. Ási (Ásmundur K. Örnólfsson) Avatar
    Ási (Ásmundur K. Örnólfsson)

    Skemmtileg grein. Ég á mína drauma og oftast kemur pheasant tail fyrir í þeim. Takk fyrir að deila hugrenningunum.

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com