Ef ég hefði áhuga á að týna til einhverjar afsakanir þá er svo sem af ýmsu að taka. Leiðinlegt veður á laugardaginn, rosalega kalt leysingavatn sem dældist út í vatnið, allt of mikil sól á sunnudag, fiskurinn ekki kominn inn í botn, nei annars það er ekki hægt að nota þá afsökun. Ef himbriminn finnur fisk þá er fiskur kominn.

Þegar við mættum á staðinn um hádegið á laugardag var heldur óveiðilegt, rigning og rok, en það rættist úr veðrinu þegar leið á daginn. Að vísu hafði öll þessi rigning þau áhrif í för með sér að leysingar ruku aðeins fram úr sér og áin í botninum varð svolítið lituð og mikið rosalega var hún köld. Vatnið inni við botn rétt náði 5°C þegar best lét. Það var töluvert reynt fyrir botninum og að vestan og svo stóðst ég ekki mátið að rölta yfir á eystri bakkann eftir seinna kaffi. Eitthvað var ég of snemma á ferðinni því ég varð ekki var við fisk, sama hvaða flugu ég reyndi þannig að ég rölti aftur í vagninn, fékk mér í gogginn og barðist við að halda meðvitund eftir allt þetta fríska loft yfir daginn. Þegar leið á kvöldið fóru nokkrir veiðimenn sem höfðu byrjað við garðinn að fikra sig inn eftir vatninu, þokkaleg vísbending að ekki væri mikið meira að gerast hjá þeim. Rétt undir hættumál (23:00) vakti himbrimi sem lónaði rétt undan eystri bakkanum athygli okkar. Og viti menn, það er sko víst fiskur kominn inn að botni. Annar eins snillingur að veiðum. Á örstuttum tíma gómaði hann þrjá alveg þokkalega fiska og ég get svarið að að maður heyrði vellíðunar stunurnar í honum þvert yfir vatnið svo klukkustundum skipti á eftir.

Sunnudagurinn rann upp, bjartur og fagur, NOT. Við notuðum tímann á meðan dagurinn hafði sig á fætur og tókum saman og renndum inn í Berserkjahraun, niður með Hraunslæk eins langt og slóðinn leyfði án þess að fara í einhverjar óþarfa torfærur. Það stóð á endum að gömul sól frá fyrra sumri tók sig upp og skein eins og hún hefði aldrei skroppið í vetrarfrí. Frábært veður en því miður varð lítið um aflabrögð, en eitthvað voru menn að rífa upp af fiski gengt Búðanesi. Veit ekki alveg hvað það er, en þegar maður er búinn að taka sig saman og er í raun lagður af stað heim, þá verður mér afskaplega lítið úr veiði í svona stuttu stoppi í leiðinni, en svona er þetta bara stundum. Fisklaus helgi en fyrsta útilega sumarsins staðreynd. Ágætt að vera komin heim með fyrra fallinu, svona miðað við margar aðrar útileguhelgar.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 0 / 0 0 / 0 0 / 0 0 / 2 15

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.