Eigum við að ræða þetta eitthvað? Konan vildi ólm athuga hvort hann væri ennþá með Nobblerinn hennar, þessi gaur undir Vatnsendahlíðinni, þannig að við tókum stuttan skrepp upp úr kl.19 undir hlíðina. Vorum reyndar ekki alveg viss hvort við reyndum fyrir okkur þar eða fyrir innan Þingnesið, en úr varð að reyna aftur við farveg Dimmu.
Ekki rakst frúin á Nobbler-þjófinn sinn frá því í gærkvöldi en ég rakst á litlu systur urriðans frá því í gær. Sú var 46 sm. og í fínum holdum og vildi endilega hvítan Nobbler. Nú eru einhverjir hlutir farnir að gerast, þrátt fyrir að veðrið sé ekki upp á marga fiska, aðeins 4°C lofthiti og vatnið komið aftur niður fyrir 9°C. Svei, hvað sumarið ætlar að láta bíða eftir sér.
Veiðitölur ársins
Bleikjur í ferð | Bleikjur alls | Urriðar í ferð | Urriðar alls | Fj.ferða |
---|---|---|---|---|
0 / 0 | 0 / 0 | 0 / 1 | 0 / 2 | 14 |