Það var nú ekkert óskemmtilegt að sjá alla fluguna klekjast á Helluvatni laust upp úr kl.19 í kvöld. Vatnið að koma til í hita eftir nokkuð hressilegt fall undanfarna daga og lífið aftur komið á stjá. Fiskur að vaka úti á vatninu og alveg upp í harða grjóti, bara hinu megin. Sem sagt; ég skaust einn eftir kvöldmat, bara svona til að komast eitthvað út eftir vinnu í dag. Eitthvað meira að segja um þessa ferð? Jú, ég náði að krækja mér í eina Lippu upp af botninum einhvers staðar lengst utan úr vatni. Eigandinn verður bara að bíta í það súra, hún er kominn í spúnaboxið mitt og verður þar áfram.

Ég held sem sagt áfram að vera einn umhverfisvænsti veiðimaður landsins, ekki einn fiskur það sem af er sumri.

Helluvatn
Helluvatn 23.maí 2013

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 0 / 0 0 / 0 0 / 0 0 / 0 12

Ummæli

24.05.2013 – HilmarSmá áskorun, í næstu veiðiferð þá notar þú bara þurrflugur ! :o  

Mbk, Hilmar

Svar: Það er svo sniðugt að ég verð að styðja á hnappinn ‘Samþykkja‘ þegar mér berast ummæli á greinar hjá mér. Ég hef eiginlega aldrei verið eins sáttur við að styðja á þennan hnapp eins og núna, geta slegið tvær flugur í einu höggi; samþykkja ummælin þín Hilmar og samþykkja áskorunina. Mér varð einmitt hugsað til boxins með þurrflugunum sem varð eftir í bílnum þegar ég sá allar vökurnar á vatninu. Sem sagt; sama hvernig veðrið verður um helgina, það verða þurrflugur sem fara undir hjá mér í næsta skrepp.

1 Athugasemd

  1. Smá áskorun, í næstu veiðiferð þá notar þú bara þurrflugur !

    :o)

    mbk

    Hilmar

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.