
Ég veit, þeir eru ekkert stórkostlega umhverfisvænir en ef maður passar þá þokkalega, þá geta þeir komið að góðum notum í veiðinni. Ég á svona rúllu af gráum ruslapokum í veiðitöskunni minni og yfirleitt rúlla ég einum út og festi við töskuna þegar ég byrja veiði (þú veist, bara svona með einum góðum hnút um handfangið á henni). Þegar ég svo rekst á eitthvað rusl sem fokið hefur í ógáti frá öðrum veiðimönnum, treð ég því í pokann minn. Takið eftir; fokið hefur í ógáti því ekki dettur mér í huga að veiðimenn noti íslenska náttúru viljandi sem ruslatunnu.