Ég er kóngur í mínu eigin ríki, þ.e. þessari síðu, annars staðar ræður eiginkonan. Það tilkynnist formlega að Kristján X (tíu veiðilausar ferðir) hefur látið af embætti og við hefur tekið Kristján XI (ellefu veiðilausar ferðir).  Þetta er nú bara ekki hægt lengur. Ég lýsi allri ábyrgð á þessari ferð á hendur eiginkonunni. Hefði hún ekki með veiðiglampa í augum blikkað mig í morgun og spurt; Eigum við að skreppa aðeins í Elliðavatnið? þá hefði ég hvergi farið og frekar setið hér heima og skrifað endurminningar mínar Ég man þá tíð er ég veiddi fisk. Veit einhver um brjálaðan útgefanda?

En mikið rosalega var vatnið kalt og mikið hefur það kólnað síðustu daga. Staðkunnugur veiðimaður, sem eitt augnablik dýfði tánni í vatnið við hlið mér í morgun hafði á orði að nú væri ekkert í gangi, ekkert klak og fiskurinn þar af leiðandi ekkert að éta. Takk og bless, og þar með var hann farinn. Annar renndi í hlað á Elliðavatnsbænum þegar við hjónin vorum að taka saman og hafði sömu sögu að segja á meðan hann nuddaði lífi í bláar hendurnar og tók síðan stefnuna á Helluvatn með þeim orðum að komast í skjól. Vonandi hefur einhverjum þeirra fjölmörgu sem þar voru, einmitt í skjóli fyrir sunnan áttinni, gengið eitthvað betur en okkur hjónum.

Vatnshitamælir við Vatnsenda
Vatnshitamælir við Vatnsenda

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 0 / 0 0 / 0 0 / 0 0 / 0 11

Ummæli

20.05.2013 – Veiði-EiðurHef nákvæmlega sömu sögu að segja yðar hátign. Fór með pabba í Elliðavatnið í morgun. Mættir um 6 og farnir um 7. Keyrðum ófærðina í gegnum Heiðmörk og að Vífilstaðavatni þar sem við börðum í svona 1 og hálfan tíma. Sáum líf en fengum ekkert.

Ég hef tekið eftir mun minni aflabrögðum eftir að ég byrjaði að blogga. Þetta er ábyggilega því að kenna, blogginu sko. Ekki mér… ;)

Svar: Ég hef verið að hamast við að finna ástæður fyrir mínu fiskieysi en enda bara alltaf á því að líta í eigin barm. Ég hlýt bara að vera að gera eitthvað vitlaust. Er núna að spá í að sleppa bleikju í tjörnina í garðinum hjá mér, kvíð því samt aðeins ef þær vilja ekki bíta heldur.

20.05.2013 – Þórunn: Ok, Ég tek fulla ábyrgð á þessari veiðiferð, enda var hún svo snemma í morgunsárið og svo stutt að hún telst ekki með. Annars er gott að þú haldir að þú ráðir öllu á þessari síðu, haltu því bara áfram :) ….blikk, blikk…eigum við að skreppa?

20.05.2013 – Árni Jónsson: Örvæntu ekki. Eigi hef ég fleiri fiska dregið á land en þú minn kæri.

Svar: O, jæja. Það  eru þá ekki alveg allir sem draga kvikasilfur að landi í Þjóðgarðinum.

21.05.2013 – Svarti Zulu: Jæja það er nú hiti í kortunum framundan ( ef 5 – 9 stig teljast hiti) þannig að nú hlýtur þetta að fara að koma. Ég var þarna við Riðhólinn á sunnudagsmorguninn og ekki urðum við varir við fisk þó margt væri reynt. Og svo er Vífilsstaðavatnið alveg að svíkja mig þetta vorið og ég sem hélt að ég væri bara nokkuð góður þar.

Svar: Mér finnst eins og það hafi verið að koma eitthvað bakslag í vorið síðustu viku eða svo. Hlýnunin hefur verið helst til lítil og svo kom þessi kuldakafli núna um helgina, birrrrr.

5 Athugasemdir

  1. Hef nákvæmlega sömu sögu að segja yðar hátign. Fór með pabba í Elliðavatnið í morgun. Mættir um 6 og farnir um 7. Keyrðum ófærðina í gegnum Heiðmörk og að Vífilstaðavatni þar sem við börðum í svona 1 og hálfan tíma. Sáum líf en fengum ekkert.

    Ég hef tekið eftir mun minni aflabrögðum eftir að ég byrjaði að blogga. Þetta er ábyggilega því að kenna, blogginu sko. Ekki mér… 😉

  2. Ok, Ég tek fulla ábyrgð á þessari veiðiferð, enda var hún svo snemma í morgunsárið og svo stutt að hún telst ekki með. Annars er gott að þú haldir að þú ráðir öllu á þessari síðu, haltu því bara áfram 🙂 ….blikk, blikk…eigum við að skreppa?

  3. Örvæntu ekki. Eigi hef ég fleiri fiska dregið á land en þú minn kæri.

  4. Jæja það er nú hiti í kortunum framundan ( ef 5 – 9 stig teljast hiti) þannig að nú hlýtur þetta að fara að koma. Ég var þarna við Riðhólinn á sunnudagsmorguninn og ekki urðum við varir við fisk þó margt væri reynt. Og svo er Vífilsstaðavatnið alveg að svíkja mig þetta vorið og ég sem hélt að ég væri bara nokkuð góður þar.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.