Ég get bara ekki ímyndað mér að nokkur taki oftar mark á heilræðum og veiðipistlum hér á þessari síðu. Auðvitað væri það skemmtilegra hefði ég getað byrjað þessa frásögn á douze points (svona í tilefni dagsins) en það er nú öðru nær, zéro point á víst betur við og tíunda veiðiferðin án fisks er staðreynd.

Úlfljótsvatn varð ofan á eftir að við hjónin renndum í gegnum þjóðgarðinn en leyst ekki á íslenska lognið sem var eitthvað að flýta sér norður, þannig að við komum okkur fyrir í eins miklu rólyndis logni og unnt var að finna við Grjótnesið í Úlfljótsvatni. Það er ekki of sögum sagt að stutt er í dýpið á þeim slóðum. Allt var reynt; straumflugur, púpur og meira að segja lét ég mig hafa það að setja dúndrandi sökkenda á línuna, en ekkert hjálpaði til. Að vísu var alveg hreint ágætt að komast út og viðra sig svona í upphafi langrar helgar.

Nú verður lagst í tölfræði og kannað hvernig okkur hjónum hefur yfir höfuð gengið í vorveiðinni undanfarin ár.

fos_os_ulfljotsvatn
© Orkustofnun – Dýptarkort Úlfljótsvatns

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 0 / 0 0 / 0 0 / 0 0 / 0 10

Ummæli

19.05.2013 – Axel Freyr: Dyntótt er veiðigyðjan Kristján eins og Björn Blöndal skrifaði svo fallega um. Ég er líka búin að núlla í mínum 5 veiðiferðum og er búinn að fá glósur um að maður sé fiskifæla og veiði aldrei neitt! svo að þú situr ekki einn að þjáningarborðinu.
En alltaf þegar ég er búinn að núlla og er á leiðinni heim þá er ég að skipuleggja næstu ferð í huganum. Alltaf fylgir þeim hugarórum að næsta skipti skal verða mok hehe.

Svar: Já, þar rataðist Birni svo sannanlega rétt orð í munn. Mér finnst nú eiginlega eins og gyðjan sú arna hafi alveg yfirgefið mig. Samt var ég búinn að heita á hana fyrsta fiski ársins eins og venjulega.

19.05.2013 – Svarti ZuluErtu nokkuð að gleyma að hnýta fluguna á enda taumsins þetta árið? ;)

Svar: Nú get ég ekkert annað en roðnað, því í fullri einlægni þá hef ég í það minnsta tvisvar verið 100% viss um að ég hefði tapað flugunni fyrst ekkert beit á hjá mér, kastandi á fisk, en…. hún hefur alltaf verið þarna greyið, bara ekki sú rétta. Hratt, hægt, djúpt, grunnt, stutt, langt, það er alveg sama hvernig ég hreyfi flugurnar þetta árið, þeir hlægja bara að þeim.

19.05.2013 – UrriðiEru ekki margir kvensjúkdómalæknar karlar? Þú þarft ekkert að hafa gengið í gegnum hlutina sjálfur til að geta sagt öðrum til ;) Þannig að fróðleikurinn á síðunni stendur alveg fyrir sínu :)

Svar: Æ, takk fyrir þetta Urriði. Mér veitir ekki af  öllu peppi núna, geng orðið undir nafninu Kristján X (tíundi) og það væri skelfilegt að verða Kristján XI.

3 Athugasemdir

  1. Dyntótt er veiðigyðjan Kristján eins og Björn Blöndal skrifaði svo fallega um. Ég er líka búin að núlla í mínum 5 veiðiferðum og er búinn að fá glósur um að maður sé fiskifæla og veiði aldrei neitt! svo að þú situr ekki einn að þjáningarborðinu.
    En alltaf þegar ég er búinn að núlla og er á leiðinni heim þá er ég að skipuleggja næstu ferð í huganum. Alltaf fylgir þeim hugarórum að næsta skipti skal verða mok hehe.

  2. Eru ekki margir kvensjúkdómalæknar karlar? Þú þarft ekkert að hafa gengið í gegnum hlutina sjálfur til að geta sagt öðrum til 😉 Þannig að fróðleikurinn á síðunni stendur alveg fyrir sínu 🙂

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.