Og enn héldu bloggfærslu áfram að æra veiðibakteríuna í mannskapnum. Mig grunar nú fastlega að sögur af stór-urriðum á Þingvöllum hafi verið að kitla konuna síðustu daga og þær nýjustu á veidi.is gerðu lítið annað en æra áhugann upp úr öllu valdi.

Ég brá mér reyndar strax í gær í hlutverk skóaranns og gerði við vöðlurnar mínar eftir öllum kúnstarinnar reglum og þær litu bara nokkuð vel út að verki loknu. Álagspunktar styrktir með nylon-neti og límt með Liquid Rubber frá Bison (þetta er ekki auglýsing) sem hefur reynst mér vel í gegnum árin. Þannig að með ný-viðgerð vöðlustígvél og fullt af nobblerum var lagt af stað með fyrra fallinu í morgun upp á Þingvelli.

Frábært veður, kannski aðeins of bjart en ekkert til að kvarta yfir og við komum okkur fyrir í Tóftunum, svona mitt á milli Vatnskots og Öfugsnáða sem hafa verið að gefa flotta veiði síðustu daga. Að vísu urðu við vör við nokkuð hressilegan fisk, rétt utan kastfæris, en engin fiskur kom á land, enn eitt skiptið. Níunda veiðilausa ferðin staðreynd.

Og áfram hélt vöðlusagan endalausa. Viðgerðirnar héldu eins og kosningaloforð, eins gott að ég var í plastpokum á milli sokka og stígvéla. Nú ætla ég að bregða mér í gervi fornkappa og leggjast undir feld og íhuga valkosti. Þar sem ég er óttaleg kuldaskræfa hefði ég viljað halda mig við neoprene vöðlur en þar sem ég er líka óttalegur nískupúki er ég ekki tilbúinn að kaupa nýtt eintak á hverju ári. Vitandi það að vöðluskór endast mun betur en stígvél er nærtækast að skoða skókaup og öndunarvöðlur fyrir sumarið og sjá svo til hvort Skóstofan treystir sér til að sauma vöðlusokka neðan á neoprene vöðlurnar mínar fyrir haustið og næsta vor. Engin ákvörðun komin, Þorgeir ljósvetningagoði lá jú undir sínum feldi í sólarhring, ég þarf örugglega lengri tíma en það.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 0 / 0 0 / 0 0 / 0 0 / 0 9

Ummæli

13.05.2013 – UrriðiEf það lætur þér líða e-ð betur(sem það gerir örugglega ekki) þá finnst mér mjög gott að sjá svona færslur þessa dagana. Ég var farinn að halda að hver sem er gæti mokað upp stórurriða þarna án þess að þurfa nokkuð að hafa fyrir því og var að deyja úr öfund!

Svar: Takk, Snævarr Örn. Jú, merkilegt nokk þá líður mér töluvert betur, ég var nefnilega haldin þeirri meinloku að urriðinn á Þingvöllum hefði tekið einhverja Háhyrningasótt og væri nánast í því að ganga á land þessa dagana. Hélt að ég yrði mest í því að draga þá aftur á flot þar sem þeir lægju í búnkum á ströndinni, en sem betur fer eru þeir flestir enn í vatninu og það þarf að hafa eitthvað fyrir því að ná þeim 🙂

13.05.2013 – Hrannar Örn Hauksson: Eitt sinn þá voru neoprenevöðlur föður míns farnar að leka og hringt var með hraði í skósmið (á Akranesi) til að athuga hvort hann gæti lappað upp á þær áður. Hann var á einhverjum þvælingi og gat ekki tekið þær að sér þ.a. hann ráðlagði okkur að bera bara jötungrip á lekasvæðið, maka bara svoldið vel á. Þetta er ekki fallegt útlitslega, en fiskunum er alveg sama, og þetta hefu haldið í nokkur ár.

13.05.2013 – Sigurgeir Sigurpálsson: Bara ábending. Mér skildist á þessu að þú hefðir límt vöðlurnar og svo brunað í veiði. Þá er ég ekki hissa á því að þetta hafi ekki haldið. Ég hef límt nokkrar vöðlur í drasl til að reyna að stoppa leka og er kominn með smá reynslu í þessu. Mér finnst best að láta 3 daga líða frá því að ég lími og áður en ég bleyti í þeim aftur. Svo er gott að raspa staðinn þar sem þú setur límið til að límið fái meira grip, Ef það liggur á sléttum fleti þá er það líklegra til að leka. Ekki raspa samt alveg gat en nokkuð vel samt ;-)

Svar: Góð ábending en vandamálið er að gúmmíið í stígvélunum virðist bara vera svo lélegt að það gaf sig bara aftur rétt utan við viðgerðina. Límið mitt (þetta sem ég er ekki að auglýsa) grípur á 1-2 klst. og harðnar (eins hart og það verður) á innan við 12 klst.

3 Athugasemdir

  1. Ef það lætur þér líða e-ð betur(sem það gerir örugglega ekki) þá finnst mér mjög gott að sjá svona færslur þessa dagana. Ég var farinn að halda að hver sem er gæti mokað upp stórurriða þarna án þess að þurfa nokkuð að hafa fyrir því og var að deyja úr öfund!

  2. Eitt sinn þá voru neoprenevöðlur föður míns farnar að leka og hringt var með hraði í skósmið (á Akranesi) til að athuga hvort hann gæti lappað upp á þær áður. Hann var á einhverjum þvælingi og gat ekki tekið þær að sér þ.a. hann ráðlagði okkur að bera bara jötungrip á lekasvæðið, maka bara svoldið vel á. Þetta er ekki fallegt útlitslega, en fiskunum er alveg sama, og þetta hefu haldið í nokkur ár.

  3. Bara ábending. Mér skildist á þessu að þú hefðir límt vöðlurnar og svo brunað í veiði. Þá er ég ekki hissa á því að þetta hafi ekki haldið. Ég hef límt nokkrar vöðlur í drasl til að reyna að stoppa leka og er kominn með smá reynslu í þessu. Mér finnst best að láta 3 daga líða frá því að ég lími og áður en ég bleyti í þeim aftur. Svo er gott að raspa staðinn þar sem þú setur límið til að límið fái meira grip, Ef það liggur á sléttum fleti þá er það líklegra til að leka. Ekki raspa samt alveg gat en nokkuð vel samt 😉

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.