Brýni
Brýni

Ert þú skarpasti hnífurinn í bænum? En hvað með önglana þína? Vonandi þekkja veiðimenn þessar hægu tökur sem koma fyrir á vorin. Það er ekki fyrr en fiskurinn finnur að hann er fastur, ef hann þá festir sig þá á annað borð, að það færist líf í leikinn. Þegar fiskurinn fer sér hægt eins og hann gerir á vorin er um að gera að vera með eins beitta öngla í flugunni og unnt er. Beittir önglar festast fyrr og við verðum fyrr varir við fiskinn. Auðvitað á þetta ekki bara við á vorin, allt sumarið koma þeir tímar sem fiskurinn fer sér hægt og tökurnar geta orðið hægar, allt að því silalegar og þá er um að gera að vera beittur. Þumalputtaregla, beinlínis, er að tylla flugunni á nögl þumals þannig að hún standi á oddinum. Hangi flugan á nöglinni er öngullinn nægjanlega beittur en leki hún niður er eins gott að velja aðra eða taka fram brýnið.

Ummæli

12.05.2013 – UrriðiMér finnst eins og ég hafi að hluta til verið innblásturinn að þessari færslu! Mér til varnar þá var þetta aumingjalegasta taka sem að ég hef nokkurn tíman fengið og ég hélt í fúlustu alvöru að ég væri bara að draga fluguna eftir botninum! :)

Svar: Já, mér fannst þetta koma skemmtilega út, en…… þessi grein var því miður skrifuð fyrir einhverjum vikum síðan og hefur bara beðið síns tíma. Til skemmtunar má benda lesendum á að fylgjast með hvar athygli veiðimannsins er á fimmtu mínútu í þessu myndbandi þegar urriðin lekur á fluguna.

Flott myndband hjá þér Urriði en helv… hefur var hann kaldur þarna.

13.05.2013 – UrriðiTakk. Já, athyglin var ekki alveg á flugunni enda var ég nýbúinn að kvarta upphátt yfir því hvað þetta hafði verið lélegt kast. Ég klippti þá kvörtun út alveg eins og ég klippti út þegar ég var að kvarta yfir því hvað mér var skítkalt á puttunum þegar ég var að merkja fyrsta urriðann. :)

2 Athugasemdir

  1. Mér finnst eins og ég hafi að hluta til verið innblásturinn að þessari færslu! Mér til varnar þá var þetta aumingjalegasta taka sem að ég hef nokkurn tíman fengið og ég hélt í fúlustu alvöru að ég væri bara að draga fluguna eftir botninum! 🙂

  2. Takk. Já, athyglin var ekki alveg á flugunni enda var ég nýbúinn að kvarta upphátt yfir því hvað þetta hafði verið lélegt kast. Ég klippti þá kvörtun út alveg eins og ég klippti út þegar ég var að kvarta yfir því hvað mér var skítkalt á puttunum þegar ég var að merkja fyrsta urriðann. 🙂

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.