Meira í forvitni og af óstjórnlegri þörf fyrir að komast út í náttúruna lögðum við hjónin í stutt ferðalag eftir kvöldverð. Þar sem við áttum alveg eins von á að bekkurinn yrði þétt setinn við Elliðavatn var stefnan tekin á Nátthagavatn. Tja, hvað getur maður sagt? Jú, það er grunnt, mjög grunnt og ekki mikið líf með fiski að sjá. Samt sem áður var kvöldinu vel varið, dásamlegt veður (loksins) og afskaplega gott að komast út. Aflatölur? Nei, engar aflatölur.
Veiðitölur ársins
Bleikjur í ferð | Bleikjur alls | Urriðar í ferð | Urriðar alls | Fj.ferða |
---|---|---|---|---|
0 / 0 | 0 / 0 | 0 / 0 | 0 / 0 | 6 |