Ég hafði leitað töluvert fyrir mér að veiði dagana 3. – 5. maí út frá Borgarnesi þar sem ég hafði aðsetur yfir helgina vegna algjörlega óveiðitengdra ástæðna. Allar tilraunir mínar til að athuga með veiði báru þann eina árangur að mér finnst að veiðirétthafar séu álíka seinir í gang og vorið almennt. Þeir fáu sem svöruðu fyrirspurnum sáu sér ekki fært að verða við bón minni að bleyta flugu eða veiði var einfaldlega ekki hafin.

Enn og aftur varð Veiðikortið til bjargar þannig að ég lagði nokkra kílómetra undir hjólbarða og brenndi vestur í Hraunsfjörð um hádegið þann 3. maí. Veðrið var nokkuð skaplegt svo lengi sem leið lá sunnan fjalla en um leið og komið var niður að norðan var líka þetta fína rok. Lét mig samt hafa það að renna inn Berserkjahraunið og ganga í ‘blíðunni’ inn að víkinni sunnan Búðaness. Að vísu var blíðan slík að ég fauk einu sinni um koll á leiðinni að vatninu þegar einhver ólukkans strengur skellti sér niður í víkina. Hvað um það, mér tókst að setja stöngina saman og berja út flugur í smá tíma en lét gott heita þegar ég í næsta streng fauk beinlínis út í vatnið. Það jákvæða við ferðina var að ég sá til fiskjar í víkinni en væntanlega hefur hann ekki einu sinni séð fluguna mína í öllu öldurótinu. Fimmta ferð vorsins varð heldur endasleppt og ég skreiddist í heita sturtu á Hótel Borgarnesi og þaðan undir sæng.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 0 / 0 0 / 0 0 / 0 0 / 0 5

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.