Frábært veður, kannski helst til bjart en af stað fórum við hjónakornin í morgun upp úr kl.9 og stefndum á Helluvatn að austan verðu. Þar sem við vorum greinilega ekki þau fyrstu á staðinn komumst við kannski ekki alveg að þeim stað sem við höfðum í huga en gerðum okkur að mjög góðu nokkurn spotta við norður bakkann. Spegilsléttur vatnsflöturinn og fiskur í uppitökum og alles. En, það var eiginlega alveg saman hvað maður bauð uppá, fiskurinn vildi ekki neitt. Frúin fór í gegnum allar þurrflugur sem fundust í boxum á meðan ég reyndi allt sem ekki sökk alveg eða var alveg við það að fljóta á yfirborðinu. Að vísu varð sú framför þetta vorið að ég fékk nokkuð hressilega töku á Blóðorm þegar ég var kominn aftur í púpurnar, en engin fiskur var dregin að landi í þetta skiptið.

Þrátt fyrir að hafa eytt hátt í 4 klst. við Helluvatn vorum við ekki alveg í þeim vöðlunum að vilja fara beint heim þannig að við skutumst upp fyrir Gunnarshólma til að kíkja aðeins á tvær breiður í Hólmsá sem okkur sýndust gefa góð fyrirheit í gærkvöldi á leiðinni úr Nátthagavatni. Það var nú svo sem ekkert brjálað líf á þessum slóðum, utan þess að við rákumst á Ingimund Bergsson (Hr. Veiðikort sjálfan) þar sem hann og hans hundur voru að spotta veiðistaði. Fljótlega varð ljóst að fleiri kunnugir voru á vappi, karladeild Mosó veiðifélagsins stikaði bakkana án þess að vera meira var við fisk heldur en við. Fínn endir á góðum degi og sjöunda fisklausa veiðin þetta vorið staðreynd.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 0 / 0 0 / 0 0 / 0 0 / 0 7

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.