Kalt vor
Kalt vor

Á þessum árstíma eru bæði veiðimenn og fiskar á höttunum eftir góðu veðri, hlýrra vatni og fæðu. Það síðast nefnda á kannski mest við um fiskana og jú, líka þá veiðimenn sem hungrar orðið í nýveiddan silung með bráðnu smjöri, nokkrum kornum af salti og …….

Það verður væntanlega aldrei of brýnt fyrir veiðimönnum að á vorin leitar fiskurinn í hlýrra vatn vegna þess að hann veit að þar er lífið. Ef svo mjög ólíklega vildi til að einhverrar golu gætir að vori, við erum jú að tala um Ísland sem er þekkt fyrir logn og blíðu endalaust, þá er alveg tilvalið að koma sér fyrir við bakkann áveðurs. Hlýrra vatn leitar upp, vindurinn myndar öldur á yfirborðinu sem draga hlýtt vatnið, ætið og fiskinn með sér. Meira að segja harðasti óðalsherra vatnsins, urriðinn, lætur sig hafa það að synda töluverða veglengd ef von er á hlaðborði og þá er ekki verra að sitja fyrir honum með gómsæta flugu í vatninu.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.