Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að gangast við því að hafa ráfað með bökkum Hólmsár í gær (27.apríl). Ég hef aldrei látið svo lítið að ganga meðfram bökkum árinnar fyrr en í gær og þótt ég hafi verið með stöng í hönd og einhverjar flugur tiltækar, var ég eiginlega meira á höttunum eftir því að skoða aðstæður frekar en veiða.

Mig hefur lengi langað til að kynnast þessari vand með förnu á en aldrei látið verða að því. Fyrir margt löngu las ég um sleppingar Jakobs Hafstein á eldisfiski (urriða og laxi) í ánna árið 1981 og þótti vafasamt tiltæki, en það er nú önnur saga sem menn geta lesið sér til um í gömlum tbl. Tímanns, Dagblaðsins og Þjóðviljanns. En aftur að kosningadeginum.

Ég hafði hugsað mér að rölta með ánni í nokkrum áföngum og í gær varð parturinn frá Fjárborgum (GPS hnit: 64°5,7360’N 21°44,1076’W) og austur að Gunnarshólma-túni (GPS hnit: 64°5,3406’N 21°41,7914’W) fyrir valinu sem gera eitthvað um 2,5km af farvegi árinnar. Nú er ég engin sérfræðingur, hvorki í veiði í ám né lækjum, en af þeirri litlu reynslu sem ég hef, gat ég nú svo sem séð nokkra staði á þessari leið sem gætu verið tilvaldir veiðistaðir. Verst þótti mér að fiskurinn var greinilega ekki sammála mér, því ég sá ekki eitt einasta kvikindi á leiðinni. Minnugur þessa að hafa lesið nokkrar lýsingar veiðimanna af hnjáskriðum, jafnvel magamjaki eftir bakkanum vegna styggðar fisksins, fór ég nú samt þokkalega varlega og reyndi að vera eins léttur á fæti og vöðlurnar leyfðu. En allt kom fyrir ekki. Kannski er bara engin fiskur á þessum slóðum á þessum árstíma, en nóg var nú samt af ætinu.

Næsti áfangi í þessum athugunum mínum gæti orðið frá ósi Bugðu og upp að Fjárborgum eða spölurinn fyrir Gunnarhólmalandi og inn að Nátthagavatni. Báðir þessir spottar luma á þekktum veiðistöðum, eftir því sem ég kemst næst í riti, og það verður bara spennandi að kanna þá. Nú er bara að bíða eftir örlítið skárra veðri, kannski smá sumri.

Að lokum; ég var ekki einn á þessum slóðum í gær þótt mér hafi ekki tekist að rekast á neinn. Svarti Zulu ásamt veiðifélaga reyndu fyrir sér fram og til baka frá Gunnarshólma og niður undir Suðurlandsveg eins og sjá má blogginu hans hérna.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 0 / 0 0 / 0 0 / 0 0 / 0 4

Ummæli

28.04.2013 – LogiÉg fór þarna þó nokkuð oft seinasta sumar í júní til lokunar og setti þó nokkuð oft í fisk en það er eins og þú sagðir að hnjáskriður og magamjak er það sem menn eiga að gera í þessari viðkvæmu á. Ég mætti þarna á fimmtudaginn við hylinn hjá klettinum fyrir ofan Gunnarshólma og setti þar í 3 og tóku þeir litla Black Ghost, Langskegg og svo leynivopnið mitt, tökuvari og uppstream er málið á þessum stað.

Svar: Frábært, takk fyrir þetta innlegg. Það er ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að reynslusögum manna í Hólmsánni. Frekari könnunarleiðangrar á teikniborðinu 🙂

28.04.2013 – Logi: Og svo stóra breiðan við stóru brúna er sæmilegur áll þar sem fiskar geta leynst og eins lax frá og með mánaðrmótum ágúst/ september. Aðrir staðir þar sem ég hef alltaf séð fisk og eins sett í er litli fossinn fyrir ofan neðstu brúna (fyrstu brúna), fyrir neðan kvíslanna (þar sem Hólmsá kvíslast í Suðurá og Bugðu) og svo fyrir ofan göngubrúna, neðarlega í Bugðu, rétt fyrir ofan ósinn í Elliðavatn, bara ganga þann stað með þurrflugu og uppstream, Sá partur er nokkuð djúpur og lygn og mjög skemmtilegur.

Svar: Ég sá einmitt og prófaði aðeins að sökkva flugu í þennan hyl (sem mér sýndist vera heilmikil renna) á breiðunni fyrir neðan brú, mjög álitlegur staður og varð hugsað til bjartra og hlýrra daga þegar fiskurinn leitar öryggis og kulda. Bestu þakkir fyrir alla punktana, nú hefur maður úr einhverju alvöru að moða.

28.04.2013 – LogiEf þú kíkir á loftmynd á já.is af breiðunni sérðu hvernig állinn liggur í breiðunni.

3 Athugasemdir

  1. Ég fór þarna þónokkuð oft seinasta sumar í júní til lokunar og setti þónukkuð oft í fisk en það er eins og þú sagðir að hnjáskriður og magamjak er það sem menn eiga að gera í þessari viðkvæmu á. Ég mætti þarna á fimmtudaginn við hylinn hjá klettinum fyrir ofan Gunnarshólma og setti þar í 3 og tóku þeir litla Black Ghost, Langskegg og svo leynivopnið mitt, tökuvari og uppstream er málið á þessum stað.

  2. Og svo stóra breiðan við stóru brúna er sæmilegur áll þar sem fiskar geta leynst og eins lax frá og með mánaðrmótum ágúst/ september. Aðrir staðir þar sem ég hef alltaf séð fisk og eins sett í er litli fossinn fyrir ofan neðsu brúna (fyrstu brúna), fyrir neðan kvíslanna (þar sem hólmsá kvíslast í Suðurá og Bugðu) og svo fyrir ofan göngubrúna, neðarlega í Bugðu, rétt fyrir ofan ósinn í Elliðavatn, bara ganga þann stað með þurrflugu og uppstream, Sá partur er nokkuð djúpur og lygn og mjög skemmtilegur

  3. Ef þú kíkir á loftmynd á já.is af breiðunni sérðu hvernig állinn liggur í breiðunni

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.