Í einhvern tíma hefði maður nú örugglega vorkennt skátunum að leiða skrúðgönguna um bæinn á sumardaginn fyrsta í norðan garra og hraglanda. Þeir voru jú ekki í vöðlum eins og veiðimennirnir við Elliðavatn í dag, opnunardaginn. Eftir að hafa beðið fram yfir hádegið eftir því að súlan stigi aðeins í hitamælinum, drifum við okkur bara í vöðlurnar hérna heima (þetta er nú bara skottúr að heiman) og renndum upp að Elliðavatni. Alveg þokkalegur reytingur af veiðimönnum var vítt og breytt við vatnið, sumir lengst úti eins og gengur, en aðrir nokkuð fastir við bakkann.

Sökum nokkurs strekkings ákváðum við að rölta inn með vatninu vestan brúar, svolítið í skjóli fyrir verstu kviðunum. Við þóttumst nú ekki vera svo innarlega að ekki væri fiskjar von en urðum ekki vör þannig að við ákváðum að prófa fyrir okkur við Helluvatn að norðan. Þótt veðrið væri ekki upp á marga fiska var alveg prýðilegt að koma sér fyrir á þessum slóðum. Einn og einn veiðimaður reyndi fyrir sér við vatnið, stoppuðu stutt nema þá einna helst þeir sem höfðu komið sér fyrir við Kerið þar sem Suðurá rennur í vatnið. Ég er ekki frá því að þeir hafi tekið einhvern fisk sem er miklu meira en hægt er að segja um okkur hjónin. Þegar svo tók að ganga á með snjókomu, ákváðum við að nú væri komið nóg en vorum jafnframt sammála um að Elliða- og Helluvatn væru vötnin sem yrðu trúlega mest fyrir barðinu á okkur í sumar, svona sem virkra-daga-veiði-skreppir eftir vinnu.

Helluvatn - Horft til Suðurár
Helluvatn – Horft til Suðurár á sumardaginn fyrsta

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 0 / 0 0 / 0 0 / 0 0 / 0 3

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.