Það getur nú varla talist góð frammistaða að láta 20 daga líða á milli veiðiferða. En eins og menn hafa e.t.v. orðið varir við þá virðist sem vorinu hafði verið slegið á frest þessar fyrstu vikur apríl þangað til í dag. Það var einhver reitingur manna við Meðalfellsvatnið upp úr hádeginu í dag, flestir að mér sýndist á beitu eða spún, fyrir utan okkur hjónin. Þokkalegasta veður, létt austanátt með hita upp á þetta 5-6°C. Vatnshitinn var aftur á móti einni gráðu hærri, í það minnsta við suðurbakkann sem við komum heimsóttum í þetta skiptið. Greinilega nokkuð í land að kjörhita verði náð. Lauflétt yfirferð yfir helstu púpur og nokkrar straumflugur gerði nú samt enga lukku þannig að við fórum fisklaus heim, rétt eins og í fyrstu ferð sumarsins.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 0 / 0 0 / 0 0 / 0 0 / 0 2

Ummæli

21.04.2013 – NafnlausÞurfa menn ekki að leita sér lækninga við því að fara til frostfluguveiða? (ha ha )

Svar: Jú, ætli það sé ekki nærtækast. En hefði maður slysast til að krækja í einn, þá hefði kæling aflans ekki verið vandamál 🙂 Annars var ég að spá í að hvort ekki væri hægt að fá svona hóp-meðferð því Svarti Zulu var greinilega á þessum slóðum rétt á eftir okkur eins og sjá má á blogginu hans hérna.

23.04.2013 – UrriðiOg hvar eru myndirnar úr þessari ferð? Miðað við aflatölur þá ættirðu alveg að hafa haft tíma í að smella af nokkrum myndum ;-) Ef það er e-ð hægt að setja út á bloggið þá er það skortur á myndum úr þessum ferðum þínum (að mínu mati).
Ég er reyndar rosalega mikið fyrir veiðimyndir og myndbönd eins og þú hefur líklega tekið eftir, kannski skiptir þetta minna máli fyrir aðra.

Svar: Æ, þurftir þú nú að herma upp á mig eitthvað markmið fyrir þessa vertíð, þ.e. að taka fleiri myndir. Annars er ég alveg sammála þér, myndirnar segja oft meira en þúsund orð og það hefur verið nokkuð oft á ‘listanum’, ég skal hlaða rafhlöðurnar í vélinni og taka hana með mér næst 🙂

Vel að merkja, ekkert smá flott nýja klippan hjá þér á Vimeo (sjá hér) það verður bara gaman þegar GoPro myndirnar fara að detta inn.

2 Athugasemdir

  1. Þurfa menn ekki að leita sér lækninga við því að fara í frostfluguveiða.? (ha ha )

  2. Og hvar eru myndirnar úr þessari ferð? Miðað við aflatölur þá ættirðu alveg að hafa haft tíma í að smella af nokkrum myndum 😉 Ef það er e-ð hægt að setja út á bloggið þá er það skortur á myndum úr þessum ferðum þínum(að mínu mati).
    Ég er reyndar rosalega mikið fyrir veiðimyndir og myndbönd eins og þú hefur líklega tekið eftir, kannski skiptir þetta minna máli fyrir aðra.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.