Skömmu eftir að ég fór að fikta við fluguhnýtingar fékk ég ábendingu frá frúnni ‚Veistu, ég á bara enga flugu sem er eins og grasmaðkur.‘ Fiktarinn ég, gat náttúrulega ekki haft þessa athugasemd vomandi yfir mér allt sumarið, svo ég settist niður og prófaði mig áfram með nokkrar útfærslur þangað til ég þóttist hafa náð kvikindinu. Eitthvað prófaði ég hana, en varð aldrei neitt var við hrópandi fögnuð silungs þannig að hún hefur legið óhreyfð í einhverju boxi hjá mér um langt skeið. Á svipuðum tíma hnýtti ég ógrynni af straumflugum og notaði mikið. Þar á meðal var auðvitað Þingeyingur Geirs Birgis, sú bráðdrepandi fluga sem færði mér nokkra silunga eins og svo mörgum veiðimönnum öðrum.

Það var svo ekki fyrr en um daginn að mér barst ábending um að Þingeyingurinn væri í raun eftirlíking grasmaðksins, að mér varð aftur hugsað til fluguómyndarinnar minnar. Svo merkileg þótti mér þessi ábending að ég bar hana undir Geir Birgi, sem hann staðfesti að væri rétt og vísaði til greinarkorns á heimasíðunni sinni sem má sjá hér (skemmtileg lesning eins og margt annað á síðu GBG).

Grasmaðkur vs. Þingeyingur
Grasmaðkur vs. Þingeyingur

Án þess að geta fullyrt það, held ég örugglega að ég hafi prófað þessar tvær flugur á sama tíma þar sem ég hafði grun um grasmaðk, en aðeins önnur þeirra gaf mér fisk. Í auðmýkt fyrir Þingeyingnum viðurkenni ég auðvitað að hún er snöktum fallegri en púpan mín, en ég á ennþá svolítið erfitt með að skilja kræsni silungsins. Trúlega hef ég ekki náð að færa eins mikið líf í púpuna mína eins og gulur hárvængur straumflugunnar gerir. Kannski hef ég einblínt of mikið á að líkja eftir náttúrunni að útgáfan mín varð aðeins svipur hjá sjón eins og svo oft vill verða með okkar mannanna verk í samanburði við móður náttúru. Kannski maður sleppi bara fram af  sér beislinu við væsinn næst þegar maður reynir að líkja eftir náttúrunni. Það er jú ekkert sem glitrar eða glepur við púpuna mína.

Ummæli

16.09.2014 – ÞórarinnÞetta er milljón dollara spurning, ef maður vissi nú svarið. P.S. hef prófað að hekla grasmaðk, hugsaði hana fyrir Brúará, hef aldrei fengið högg á kvikindið.
Það er nú svo sem ekki mikið sem hreyfist á grasmaðki en kannski glansar á hann eins og þú segir. Hef aldrei litið á Þingeying sem eftirlíkingu af grasmaðki en þetta eru allavega litirnir á sumum grasmöðkum. Hélt alltaf að þetta væri hugsað sem straumfluga og veidd þannig, eru menn þá að veiða hana hægt og láta renna fría í straumnum? Svo getur fiskurinn litið allt öðruvísi á fluguna heldur en höfundurinn hugsaði sér þegar hann hannaði hana, en þegar öllu er á botninn hvolft skiptir bara máli hvort veiðist á hana eða ekki. Þetta að Þingeyingurinn sé grasmaðkur setur “heimssýn” mína algerlega á hvolf, fokk er þetta grasmaðkur?

1 Athugasemd

 1. Þetta er milljón dollara spurning, ef maður vissi nú svarið.
  ps. hef prófað að hekla grasmaðk, hugsaði hana fyrir Brúará, hef aldrei fengið högg á kvikindið.
  Það er nú svo sem ekki mikið sem hreyfist á grasmaðki en kannski glansar á hann eins og þú segir.
  Hef aldrei litið á Þingeying sem eftirlíkingu af grasmaðki en þetta eru allavega litirnir á sumum grasmöðkum. Hélt alltaf að þetta væri hugsað sem straumfluga og veidd þannig, eru menn þá að veiða hana hægt og láta renna fría í straumnum?
  Svo getur fiskurinn litið allt öðruvísi á fluguna heldur en höfundurinn hugsaði sér þegar hann hannaði hana, en þegar öllu er á botninn hvolft skiptir bara máli hvort veiðist á hana eða ekki.
  Þetta að Þingeyingurinn sé grasmaðkur setur „heimssýn“ mína algerlega á hvolf, fokk er þetta grasmaðkur?

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.