
Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað í veiði; stöngin, fluguboxið, taumurinn, vestið og fleira og fleira. Og ekki má gleyma að skreppa á dolluna. Að vísu er alltaf hægt að taka með sér svona ferðaklósett (þetta er virkilega til á e-bay) eða taka með sér rúllu af eyðublöðum og bregða sér í næstu gjótu, en þá er líka eins gott að taka eldfærin með sér. Fátt er eins ókræsilegt og salernispappír hingað og þangað í náttúrunni. Hann lúrir þarna eins og hvít (í besta falli) viðvörunarflögg í náttúrunni og brotnar mjög seint niður, mun síðar en afurðirnar sjálfar. Einfalt ráð, ef við þurfum að nota pappír á annað borð, er að kveikja í honum að notkun lokinni.
Ummæli
Árni Árnason – 18.04.2013: Smá ábending að fara varlega með eld í þurri náttúru!!!
Svar: Goes without saying 🙂
Smá ábending að fara varlega með eld í þurri náttúru!!!