Vöðluvasinn

Þeir eru stórkostlegir þessi vasar sem eru framan á flestum vöðlum. Ég nota minn óspart þegar ég veiði. Þegar svo óheppilega vill til að taumurinn minn fer í kássu og mér tekst ekki að losa þessa bölvuðu vindhnúta og ég þarf að klippa hann af kemur vasinn í góðar þarfir. Afklippan fer í vasann og næst þegar ég skríð upp á bakkann, tæmi ég úr vasanum í ruslapokann minn eða í veiðitöskuna. Með þessu móti þarf ég ekki að beygja mig niður eftir ruslinu sem annars lægi eftir mig á bakkanum. Er ekki örugglega vasi á þínum vöðlum?

Ummæli

06.04.2013 – Ingólfur Örn: Nota oftast brjóstvasan á mínum vöðlum undir flugur 🙂 En ég mæli eindregið með Monomasternum fyrir allt taumarusl. Alger snilld og kostar lítið: Monomaster og hér er eitthvað um hann: YouTube 

Bestu kveðjur,
Ingó

Svar: Þetta er bara snilld 🙂

07.04.2013 – Siggi Kr.Nei heyrðu mig nú! Hvar fær maður þetta? Þarf að kaupa svona handa mér og fleirum.

Svar: Tja, nú í dag (08.04.2013) dúkkaði einmitt upp auglýsing frá Veiðihorninu á Fésbókinni um að þetta undratæki fengist þar. Engu líkara en menn fylgist með fos.is 🙂

07.04.2013 – Hrannar ÖrnTil margra ára var ég alltaf í neoprene vöðlum með brjóstvasa sem var einmitt mjög hentugur fyrir taumaflækjur og ekki síst til að hita á sér puttana. Ég keypti svo öndunarvöðlur núna í vetur og er mjög sáttur við að á þeim er fóðraður brjóstvasi, :)

Svar: Já, í einhvern tíma hafa kaldar og loppnar hendur laumast í vasann. Í augnablikinu (segi það vegna þess að ég er vöðluböðull og helst illa á vöðlum) er ég með vöðlur með tvöföldum vasa; fóðraður og með netavasa framan á. Gleymi aldrei að tæma ruslið, það blasir við í netavasanum.

3 Athugasemdir

  1. Til margra ára var ég alltaf í neoprene vöðlum með bjóstvasa sem var einmitt mjög hentugur fyrir taumaflækjur og ekki síst til að hita á sér puttana. Ég keypti svo öndunarvöðlur núna í vetur og er mjög sáttur við að á þeim er fóðraður bjróstvasi, 🙂

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.