Austlæg átt, þokkaleg bjart yfir og hitinn þetta á bilinu 6-7°C, næstum alveg eins og spáin hafði sagt fyrir um. Það var virkilega ánægjulegt að sjá hve margir veiðimenn tóku fyrri vaktina við vatnið þennan fyrsta dag í vertíð. Vatnið nánast íslaust, aðeins ís á víkinni undan Hjarðarholti, annars autt. Við hjónakornin potuðum okkur austast í röðina undan Meðalfelli, rétt við fyrsta bústaðinn á norðurbakkanum. Lítið varð maður nú var við fisk (ekkert) en það skemmdi nú ekki fyrir okkur ánægjuna að vera loksins komin með stöngina í hönd og fluguboxið í vasann. Ekki var að sjá að aðrir væru mikið meira að taka fisk, en okkur tókst ekki að ná tali af mönnum því rétt upp úr hádeginu hurfu nánast allir af staðnum. Væntanlega búnir að fá nóg af engu. Það er bara að vona að seinni vaktinn verði lukkulegri.

Meðalfellsvatn 1.apríl 2013
Meðalfellsvatn 1.apríl 2013

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 0 / 0 0 / 0 0 / 0 0 / 0 1

Ummæli

02.04.2013 – Eiður KristjánssonNúllaði líka, fór í Vífó eins og svo margir aðrir :) Ertu búinn að sjá þessa síðu? http://www.danica.com/flytier/ Þarna er ógrynni af flottum flugum og endalaust af hugmyndum.

Svar: Já, þessi er alltaf ofarlega á listanum hjá manni, hreinn snillingur hann Hans Weilenmann og svo eigum við líka okkar fulltrúa þarna inni, Viðar Egilsson í Litlu flugunni / Gallerí flugur

1 Athugasemd

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.