Eitur í beinum
Eitur í beinum

Fyrir utan aulaskapinn í okkur sjálfum, léleg köst og niðurslátt í bakkastinu er ýmislegt sem getur skemmt flugulínuna okkar. Eitt það algengasta eru efnasambönd sem við notum í ‚góðri trú‘ til að þrífa línuna og láta hana renna betur. Alþekkt er svokölluð fóbía fluguveiðimanna gegn WD40 smurefninu, ekki flugunni. Sumir ganga svo langt að veiða ekki í vötnum þar sem orð hefur farið af beituveiði sem spreyjuð hefur verið þessu undraefni. E.t.v. er þessi fóbía ekki svo vitlaus. WD40 inniheldur jarðolíur sem þurrka plastefni þannig að efnatengi plastmólíkúla rofnar, sprungur myndast.

Nútíma flugulínur eru framleiddar úr plastefnum; Polyvinylclorid (PVC), Polyurethan (PU), Polyetheline (PE / PET) eða Vinyl. Öll eiga þessi plastefni það sameiginlegt að þola illa jarðolíur og efni unnin úr henni, misjafnlega þó. Sum þessara efna eru jafnframt viðkvæm fyrir sýrum. Það sem hefur síðan ruglað marga er skammstöfunarblæti framleiðenda þar sem þeir fela viðkomandi plastefni í nýrri skammstöfun og láta líta út fyrir að eitthvað nýtt og stórkostlegt efni sé á ferðinni en yfirleitt eru öll plastefni runnin undan rifjum ofangreindra efna.

Allt plastefni er viðkvæmt fyrir útfjólubláum geislum sólar. En þetta þýðir ekki að við eigum að bera sólavörn á flugulínuna. Þvert á móti, sólarvörn hefur þveröfug áhrif á plast m.v. húð og flýtir aðeins fyrir því að það brotnar niður. Hiti flýtir öllu þessu ferli og því rétt að forða línunni frá beinu sólarljósi og hita inni í bíl eða stangarhaldara á húddinu. Geymdu stöngina í skugga á milli holla.

Hér áður fyrr notuðu menn vax á flugulínurnar en það á alls ekki við lengur. Vax var aðeins notað á flugulínur úr silki til að auka flothæfni þeirra. En hvað á maður að nota á flugulínuna í dag? Ef þú vilt á annað borð nota hreinsivörur á flugulínuna, veldu þér þá eitthvað sem þú mundir þora að nota á andlitið á barninu þínu, ekkert annað. Volgt vatn og mild sápa. Áður en þú berð síðan eitthvað á línuna, athugaðu gaumgæfilega hvort það hæfi plasti og þá aðeins vörur til þess gerðar frá framleiðanda viðkomandi línu. Það sem hæfir einni línu getur skaðað aðra. Ef þú vilt endilega ‚spara‘ nokkrar krónur, horfðu þá til silíkonefna. Ekki trúa neinum fullyrðingum um að viðkomandi efni ‚næri‘ plastefnið. Slíkt efni er einfaldlega ekki til, plastefni taka ekki upp næringu. Aftur á móti eru til þau efni sem mynda húð sem verndar plast.  Ókosturinn er bara sá að flest þessara efna hverfa næstum á skemmri tíma heldur en það tekur að bera þau á línuna, sérstaklega þau sem eru vatnsleysanleg.

Nokkur húsmæðraráð hafa skotið upp kollinum í gegnum tíðina. Án þess að dæma efnin eða þá sem nota þau á línurnar sínar, langar mig að benda á eftirfarandi:

Armor All er vatnsleysanlegt og inniheldur fjölda efna sem vinna á PVC. Ætli maður treysti bara ekki orðum Simon Gawesworth, hönnuðar Rio ‚Never, ever use Armorall on a PVC fly line. It breaks down the bond and results in very poor durability. The line will dry out and harden with constant use of Armorall.‘

Rain-X inniheldur ísóprópanól og acetone sem vinna beint á plastefnum t.d. Urethan (PU), polystyrene og PVC. Þetta er því trúlega það efni sem getur lagt flugulínuna að velli bæði að utan og innan. PVC er notað í huluna, PU og polystyrene er notað til að auka flothæfni hennar. Hér er því hægt að slá tvær flugur í einu höggi; eyða hulunni og útbúa sökklínu úr fínu flotlínunni.

Edik er sýra og þar með ætti ekki þurfa að segja neitt meira. Þeir veiðimenn sem mælt hafa með því að bera edik á flugulínur eru í flestum tilfellum að losa sig við útfellingar sem koma til við veiðar í kalkríku vatni. Eitthvað sem við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af hér heima, nema menn séu að veiða í affalli jarðvarmavirkjana. Humm, Nesjavellir?

Sonax mælaborðshreinsir hentar að vísu á vinyl og inniheldur mjög lágt hlutfall jarðefna, en er vatnsleysanlegt efni og endist því skammt. Kannski skársti kosturinn ef þú átt lélega línu sem þú vilt hleypa lífi í skamma stund.

Og svona til að hnýta endahnútinn á þetta, þá eru hér nokkur efni og áhrif þeirra á plast. Ef þú finnur einhver þessara efna í hreinsivörum eða undraefni, láttu það þá einfaldlega vera.

Acetone: eyðir PVC, urethan, neophren, polystyren – Ethanole: leysir upp bindiefni í fiber – Tetrahydrofuran: eyðir PVC – Ethylene dichloride: eyðir Teflon – Methyl chloride: eyðir Teflon (mikið notað í stangir) – Methyl ethyl ketone: eyðir Teflon – Methanol: eyðir urethan, neophren, polystyren – Hexafluoroisopropanol: eyðir PET (kókflöskuplastið) sem er mikið notað í flugustangir – Trifluoroacetic: eyðir PET

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.