Flýtileiðir

Héraeyra

Héraeyrað hefur fylgt fluguveiðimönnum frá örófi alda liggur mér við að segja. Mér hefur flugan fylgt alveg frá því ég eignaðist fyrstu hnýtingargræjurnar. Fyrst var hún bústin, síðar enn bústnari en hin síðari ár hefur hún gengið í gegnum nokkuð alvarlegan niðurskurð og á sama tíma hef ég fært mig frá tinsel vöfum og flash-back útgáfum í mjóslegna flugu með nokkuð áberandi koparvír. Svo hef ég látið það eftir mér að framkvæma þau helgispjöll að nota hár úr íkorna í skottið á henni.

Fátt er vitað um höfund flugunnar, margir verið nefndir en fáir tilnefndir fyrir alvöru. Hvað um það, þessi fluga er önnur vinsælasta fluga silungsveiðimanna á heimsvísu, hvort sem hún er nú veidd ein og sé í löngum taumi eða í félagi við aðrar sem afleggjari (dropper). Í mínu boxi er hún í stærðum #12, #14 og #16 með haus úr Rusty Brown hnýtingarþræði, sem eru náttúrulega bara tiktúrur í mér, ekki of brúnt og ekki of rautt. Uppskrift og alveg stórfína klippu má finna hér.

Héraeyrað #12, #14 & #16
Héraeyrað #12, #14 & #16

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com