Þurrflugur

Þurrflugur eiga ekki endilega að sitja á yfirborðinu, sumar liggja nokkuð djúpt, sumar sýna aðeins örlítinn hluta upp úr vatnsborðinu.

Þegar mikið klak er í gangi, þá getur verið gott að hafa óreglu á reglunni um að berja ekki vatnið endalaust. Samkeppni flugunnar okkar er gríðarleg í miklu klaki og rétt að gefa hverri flugu aukinn séns áður en maður skipti út. Í þessu eru síðan auðvitað til þeir sem skipta oftar en hönd verður á fest.

Hvað varðar stærð þurrflugna, þá eru skoðanir jafn skiptar og mennirnir eru margir. Ég veit svei mér ekki hvaða pól ég á að taka í þetta næsta sumar. En eitt má lesa frá mörgum sem skeggræða flugnastærðir og það er að ef tökurnar eru groddaralegar og flugan festist ekki í fiskinum, þá er um að gera að minnka þær. Samdóma virðast menn vera í því að fiskurinn taki litlar flugur frekar með því að súpa þær léttilega af yfirborðinu og þá eru meiri líkur á að hún festist heldur en í látunum þegar hann tekur þær í beinni árás. Ég er ekki frá því að þegar ég hugsa til sumarsins sem leið og þeirra mis-taka sem ég varð vitni að hjá veiðifélaga mínum, þá voru það þessar áköfu sem helst misfórust og því hefði e.t.v. verið ráð að minnka fluguna. Ætli ég raði ekki í box fyrir næsta sumar í stærðum #12 – #20, kannski með áhersluna á #12 og #14.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.