
Eins og með svo margt annað er auðveldara að bæta við en taka af. Ég hef alltaf átt vanda til að nota of mikið dub á flugurnar mínar. Sumar hverjar líkjast meira Simba, konungi ljónanna heldur en veiðiflugu, þ.e. makkinn er slíkur að það sést nánast ekkert í fluguna sjálfa. Þetta lagast ekki ekki fyrr en ég hef í huga nokkuð sem ég las á einhverju blogginu, að taka þann skammt af dubbi sem maður telur sig þurfa í fluguna og helminga hann áður en maður byrjar á flugunni. Þá verður skammturinn nokkurn veginn eðlilegur. Svo er alltaf gott að hafa í huga að byrja smátt, það er auðveldara að bæta við heldur en grisja.