
Ég hef verið að baksa við þurrflugurnar í morgun, en nú er mér öllum lokið. Þær hafa allar drukknað og sú síðasta sem ég prófaði í vatnsskálinni var svo örugg um að hún færi sömu leið og systur sínar að hún tók með sér björgunarhring.
Ég verð víst að endurskoða eitthvað fjaðrirnar mínar og aðferðir ef ég ætla að veiða eitthvað á þurrflugu næsta sumar.
.
Ummæli
24.11.2012 – Hilmar: Nei nei nei, þú ert rétt að byrja. Lenti í svipuðu dæmi þegar ég var að byrja! En þetta reddar málinu: Árvík Aðeins nánar ( sjá HOW TO USE): Loonoutdoors Þetta svínvirkar.
mbk, Hilmar
24.11.2012 – Hilmar: En ATH ekki nota Hydrostop á CDC fjaðrir, það eyðileggur þær.
mbk, Hilmar
Svar: Já, frúin kom með undradolluna sína og smurði einhverju á eitt kvikindið og sú lifði í það minnsta 2 klst. í baðinu án þess að sökkva. Kannski á ég mér einhverja von, verð að prófa þetta. Takk fyrir ábendingarnar.
E.S. það sem frúin lumaði á er: FlyTop
Nei nei nei, þú ert rétt að byrja. Lenti í svipuðu dæmi þegar ég var að byrja! En þetta reddar málinu: http://www.arvik.is/?item=419&v=item
Aðeins nánar ( sjá HOW TO USE):http://www.loonoutdoors.com/hydrostop.html
Þetta svínvirkar.
mbk
Hilmar
En ATH ekki nota Hydrostop á CDC fjaðrir, það eyðileggur þær.
mbk
Hilmar