Flýtileiðir

Taumur fyrir þurrflugu

Taumur

Heppilegur taumur í þurrfluguveiði gæti til dæmis verið 4X taumur, u.þ.b. 12‘ að lengd. Ég hef það fyrir satt að sumir taka einfaldlega ‚venjulega‘ 9‘ tauminn sinn og bæta 4X taumaefni framan við hann þannig að þetta þarf ekki að vera flókið.

Hvort taumurinn eigi að skera yfirborðið eða ekki er álitamál milli veiðimann. Sumir gera mikið úr þeim möguleika að taumurinn myndi skugga og/eða ljósbrot sem fælir fiskinn ef hann liggur á yfirborðinu. Öðrum gæti bara ekki staðið meira á sama og halda áfram að nota venjulega poly-tauminn sinn á yfirborðinu. Í versta falli smyrja sumir smá óhreinindum á hann svo hann skeri yfirborðið. Nú er ég sjálfur ekki góð fyrirmynd í þurrfluguveiði, en verið horfandi á konuna mína leggja þessi kríli á yfirborðið í sumar sem leið, notandi venjulegt taumaefni og takandi fisk í tíma og ótíma þá hlýt ég að hallast að þeim síðarnefndu.

Eitt er það sem taumsérfræðingar og veiðimenn hafa nefnt og gott er að hafa í huga varðandi þurrflugutauminn og það er að láta hann ásamt taumaefninu liggja í vatni sólarhring áður en veiða skal. Við þetta mýkist taumurinn og þanþol hans eykst til muna.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com