Hvaða flugu er best að nota fyrst? Þetta eru trúarbrögð eins og svo margt annað í veiðinni. Black Gnat er afskaplega vinsæl, aðrir nota Griffith’s Gnat , enn aðrir Royal Wulff. Aðrir byrja ekki á neinni heldur standa eins og glópar á bakkanum og skima út á vatnið og bíða þess að sjá hvaða fluga sest á vatnið. Þegar hún er sest halda þeir áfram að skima, tekur hann? Ef svo skemmtilega vill til að silungurinn sé í því að taka flugu á yfirborðinu er oft ekki flókið mál að finna samstæðu í boxinu.

Það er útbreiddur misskilningur að dægurflugur (ætt Ephemeroptera) sé ekki til á Íslandi og því afskrifa menn oft þurrflugur sem tilheyra þessari ætt. Þetta er einfaldlega ekki satt og engin ástæða til að afskrifta því við eigum eitt kvikindi hér heima sem er afar áberandi og fjölgar hratt í náttúru okkar.

Sami misskilningur hefur komið upp varðandi steinfluguna (ætt Plecoptera) og er það miður að ábyrgir veiðivefir og þurrflugusnillingar skuli breiða þetta út í ræðu og riti. Ég vil benda mönnum á að leita sér upplýsinga um þessar tvær tegundir hjá þar til bærum sérfræðingum, eins og t.d. Náttúrufræðistofnun Íslands áður en þeir halda áfram útbreiðslu þessa misskilnings. Nægir að smella á ættarheiti þessara tegunda hér að ofan til að lesa sér til um efnið.

Önnur þeirra ætta sem er hve útbreiddust hér á landi er vorflugan (ætt Tricoptera) og finnst hún um allt land ásamt mýflugunni (af ætt Diptera). Það er því ekkert óeðlilegt að maður komi sér upp boxi með þessum gerðum þurrflugna, svona í einni eða annarri mynd til að byrja með.

Hvort maður sest nú niður og hnýtir þessi kvikindi er svo allt önnur spurning. Það hafa sagt mér snillingar að það borgi sig nánast ekki að birgja sig upp af hnýtingarefni fyrir þurrflugu nema þá að veiða mikið á slík dýr eða hnýta fyrir marga. Ætli það dugi fyrir mig að við erum tvö saman í þessu veseni, ég og frúin?

Royal Wulff

Griffith’s Gnat

Black Gnat

Ummæli

30.10.2012 – HilmarGlæsilegur pistill. Auðvitað hnýtirðu sjálfur, allt annað að veiða fisk á eigin flugur. Fínt að byrja að hnýta þessar: 

með meistara Davie McPhail.

Mbk, Hilmar

Svar: Já, þessar líta auðvitað ljómandi út og allt virðist þetta einfalt hjá Davie McPhail eins og venjulega. Algjör snillingur þessi maður. Kannski maður láti bara reyna á þetta í vetur.

1 Athugasemd

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.