Taumaklúður

Þú gerir allt rétt; flugnavalið, bakkastið og framkastið en flugan bara kemst ekki eðlilega til skila. Auðvitað getur þú farið í stórkostlega naflaskoðun á eigin ágæti, krufið kastið frá byrjun til enda eða kennt stönginni um. En vandamálið gæti legið í eins einföldum hlut og tauminum og þá er ekki verra að hafa í huga eftirfarandi atriði áður en gripið er til traktískra aðgerða:

Ef taumurinn leggst þokkalega fram að 2/3 en taumaendinn druslast bara eitthvert út í loftið er ekki ólíklegt að þú hefur valið of grannan taumaenda m.v. fluguna. Prófaðu að færa þig upp um eina stærð (sverari taumaenda) eða notaðu stífara efni.

Ef þú situr uppi með eina stóra hrúgu af taum á vatninu í lok kastsins er taumurinn að öllum líkindum í heild sinni of grannur. Notaðu sverari eða stífari taum til að tryggja að orkan úr línunni skili sér alla leið fram í flugu.

Ef flugan skellur á vatninu, er eins og fest á endann á svipu, þá er mál til komið að slaka aðeins á, taumurinn er væntanlega allt of stífur. Prófaðu grennri taum eða úr mýkra efni.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.