Engin ‘fake’ fluga

Fyrir utan þessi einföldu vandamál varðandi þurrflugurnar eins og til dæmis að þær verða alltaf rennandi blautar hjá mér og drukkna eða mér bara tekst ekki að koma þeim út á vatnið þannig að þær líkjast alvöru flugu, þá gengur mér bara mjög vel að veiða á þurrflugu, eða ekki.

Í þau skipti sem mér hefur enst þolinmæðin til að veiða á þurrflugu hef ég kynnst nokkrum sérlunduðum silungum. Ég hef kynnst gæjum, þessum sem gægjast upp að yfirborðinu en leggja aldrei til atlögu við fluguna mína. Mér skilst á fróðum mönnum að þá hef ég verið að egna með rangri flugu. Ég? Nei, ekki veit ég hvaðan silungar og menn hafa fengið þá flugu í höfuðið.

Svo hef ég hitt þessa óhittnu sem koma upp í fluguna mína en það er eins og þeir hitti ekki á hana. Þeir súpa bara af yfirborðinu rétt handan hennar. Mér skilst á þessum sömu spekingum að það sé í raun ég sem klikki, ekki silungurinn. Þeir segja að ég sé of bráður á mér, reisi stöngina eitthvað of snemma þannig að flugan skauti úr færi fisksins. Bíddu, er fiskurinn ekki með sporð? Getur hann ekki borið sig almennilega eftir bráðinni?

Af ofangreindu gæti einhver ráðið að mér gangi bara alls ekkert að veiða á þurrflugu og þurfi aðeins að kynna mér málið betur. Ég ætla í það minnsta að skoða þetta eitthvað í vetur og leyfa ykkur að fylgjast með hérna á blogginu. Svo sjáum við til næsta sumar hvort ég hitti ekki einhverja viðmótsþýðari silunga sem skilja hvað ég er að meina þegar ég legg gómsæta þurrflugu fyrir þá.

Ummæli

25.10.2012 – Hilmar: Ha ha ha, góður pistill. Velkominn í þurrflugu dæmið. Svo áttu eftir að kynnast að veiða á þurrflugur í algjöru logni í stöðuvatni, þar sem taumurinn ákveður að sökkva alls ekki og er eins og kaðall tengdur í fluguna og allt vaðandi í uppítökum allt í kring. Það er mjög hressandi og virkar ekki alltaf að bera mold á tauminn.

Samt alveg hrikalega gaman þegar þeir taka þurrfluguna, fékk alveg nýtt kick út úr fluguveiðinni þegar ég fór að prófa mig áfram í þurrflugudæminu!

mbk ,Hilmar

Svar: Já, ég varð einmitt vitni af svona kikki sem frúin mín fékk í sumar, ítrekað. Eftir að hún gerði það gott fór ég að gefa þurrflugunum meiri gaum. Lesa, lesa, horfa, horfa… og kannski verður eitthvað úr þessu næsta sumar.

28.10.2012 – ÞórunnEitt mesta kikk sem ég hef fengið í fluguveiðinni var einmitt í blanka logni í Ölvesvatni í sumar, vökur út um allt og flugan mín bara alveg jafn girnileg og allar hinar. Fæ enn svona “flash back” og upplifi kikkið ítrekað þegar ég rifja upp einn flottann sem synti fyrir framan mig og þóttist ekki sjá fluguna mína, snarsnéri svo við, upp og tók ……baaaaaaara geðveikt.
En, ég fæ svo ekkert endilega kikk þegar ég hugsa um þessa sem ég missti í þessum aðstæðum! Maður þarf að vera alveg svakalega vakandi og með augun límd á flugunni, sem NB getur orsakað ofsastöru, og tilbúin að strekkja á réttu augnabliki. Missti nokkra einfaldlega við það að blikka augunum. Spurning hvort störustaurar fáist einhverstaðar?

2 Athugasemdir

  1. Ha ha ha, góður pistill. Velkominn í þurrflugu dæmið. Svo áttu eftir að kynnast að veiða á þurrflugur í algjöru logni í stöðuvatni, þar sem taumurinn ákveður að sökkva alls ekki og er eins og kaðall tengdur í fluguna og allt vaðandi í uppítökum allt í kring, Það er mjög hressandi og virkar ekki alltaf að bera mold á tauminn.

    Samt alveg hrikalega gaman þegar þeir taka þurrfluguna, fékk alveg nýtt kick út úr fluguveiðinni þegar ég fór að prófa mig áfram í þurrflugudæminu!

    mbk

    Hilmar

  2. Eitt mesta kikk sem ég hef fengið í fluguveiðinni var einmitt í blanka logni í Ölvesvatni í sumar, vökur út um allt og flugan mín bara alveg jafn girnileg og allar hinar. Fæ enn svona „flash back“ og upplifii kikkið ítrekað þegar ég rifja upp einn flottann sem synti fyrir framan mig og þóttist ekki sjá fluguna mína, snarsnéri svo við, upp og tók ……baaaaaaara geðveikt.
    En, ég fæ svo ekkert endiliega kikk þegar ég hugsa um þessa sem ég missti í þessum aðstæðum! Maður þarf að vera alveg svakalega vakandi og með augun límd á flugunni, sem NB getur orsakað ofsastöru, og tilbúin að strekkja á réttu augnabliki. Missti nokkra einfaldlega við það að blikka augunum. Spurning hvort störustaurar fáist einhverstaðar?

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.