Taumaefni

Þeir sem lesið hafa þessa tauma-pistla mína hafa eflaust lagt saman tvo og tvo og náð einhverju í líkingu við fjóra. Ég hef nefnt óþol mitt gagnvart því að kaupa frammjókkandi tauma og þann kostnað sem af sí-endurteknum kaupum hlýst. Svo hef ég nefnt að ég hnýti á milli endanlegs taumaenda og taums til að drýgja hann. Þegar ég síðan held því fram að ég byrja á eigin taumum með efni 01X þá gæti nú samlagningin upp úr þessum greinum mínum farið að vefjast eitthvað fyrir mönnum. Útskýringa er eflaust þörf.

Fyrri part sumars kaupi ég mér nýjan 12‘ frammjókkandi polymid taum, ég á mér eina uppáhalds tegund sem ég hef snúið aftur til eftir nokkrar tilraunir með aðrar tegundir, en það í sjálfu sér skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er að ég kaupi taumaefni frá sama framleiðanda, sama plastefni. Það fyrsta sem ég geri við þennan nýja taum er að setja á hann fasta lykkju (sjá hér). Þegar ég hef síðan veitt nokkrum sinnum með þessum taum (segjum að hann sé 3X) tekið af honum og bætt taumaenda við eftir þörfum, þá kemur að því að ég verð að skeyta eins og 2‘ af 1X efni við hann áður en venjulegi 3X taumaendinn fer á. Svona tekst mér að endurnýta upphaflega tauminn vel frameftir sumri, svo lengi sem hann verður ekki fyrir einhverju tjóni, særist í grjóti eða það sem er skemmtilegra eitthvert skrímslið í vatninu hefur flækt hann svo rækilega að honum verður ekki viðbjargandi. Keyptur frammjókkandi taumur á sér langt líf ef maður á nokkra sverleika af taumaefni í vestinu.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.