Á bekknum

Á umliðnum árum hefur mjög færst í vöxt að stöndug samtök stangveiðimanna og veiðifélög styrkja eða standa að alvöru rannsóknum á lífríki og þar með atferlishegðun fiska. Mér liggur við að segja að auðvitað eru þetta erlendir aðilar, hér heima hafa stangveiðifélögin víst ekki bolmagn til slíkrar peningaeyðslu. En, rannsóknir auka við þekkingu okkar og með þeim gætum við kortlagt brunnana áður en við dettum í þá. Sumt af þessum rannsóknum eru náttúrulega einskorðaðar við ákveðin vötn eða vatnasvæði erlendis en það má samt alltaf lesa einn og einn góðan punkt út úr þeim.

  • Sé þess einhver kostur að hreyfa sig sem minnst er það fyrsti kostur silungsins þegar kemur að fæðuöflun. Léleg fæða, jafnvel orkulítil sem er innan seilingar verður oftar fyrir valinu heldur en fæða sem útheimtir einhverja orkueyðslu.
  • Silungurinn er vel hæfur til þess að greina á milli raunverulegrar fæðu og þess sem er óætt með því einu að fylgjast með hreyfingu og atferli bráðarinnar. Hann rennur frekar á agn sem hreyfist líkt og raunveruleg bráð heldur en þá sem líkist henni en hreyfist ekki ‚eðlilega‘.
  • Sjónskyn silungs er ekki ósvipuð okkur mönnunum, nema þá helst snemma morguns og að kvöldi. Þá dofnar allt litaskin fisksins, hann verður næstum litblindur og því um að gera fyrir okkur að nota agn sem inniheldur hve skörpust skil ljósra og dökkra flata.
  • Óróleiki í vatni, þá helst í ám og lækjum truflar sjónsvið silungs verulega. Við bestu skilyrði sér fiskurinn u.þ.b. 20‘ (6 metra) frá sér þannig að hann greini þokkalega hvað er á ferðinni. Hann má aftur á móti ekki vera nema u.þ.b. 2‘ (60 sentímetrar) frá flugu #12 til að hann sjái hana þokkalega og geri atlögu að henni.

Mögulega getum við nýtt okkur eitthvað af þessu við hnýtingarborðið á komandi vetri.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.