Skítt með haustlitina, við fórum sko að veiða í dag. Þegar ekkert annað blasti við heldur en sófinn eða áfram haldandi tiltekt í bílskúrnum var valið ekki erfitt. Vatn sem við höfum lítið heimsótt í sumar varð fyrir valinu og ferðin sveik okkur ekki. Þokkalegasta veður, NNV4 og 7°C, skýjað. Lengi vel var útlit fyrir að frúnni tækist að saxa á forskot mitt í urriðum því fljótlega setti hún í þokkalegan hæng á Peacock og ekki löngu síðar enn einn á Black Ghost. Staðan var því orðin 30 33 og ég  varð ekki var. Ég rölti, veiðandi til baka að bílnum en fékk ekki eitt einasta nart. Trúlega sá frúin aumur á mér og stakk upp á að við færum í gagnstæða átt og reyndum fyrir okkur þar. Og viti menn, ég setti í mjög fína hryggnu í öðru kasti og bætti svo annarri við skömmu síðar.

Hængarnir voru langt því frá farnir að dökkna, önnur hryggnan var ókynþroska en hin komin nokkuð nærri hrygningu, vel full hrognum sem nú eru í salti í ísskápnum. Flök í frysti og önnur komin í grafning.

Falleg haustveiði

Veiðitölur ársins

Bleikjur Sleppt Urriðar Sleppt Fj.ferða Núllað
 73 / 35 14 30 / 35 4 37 15

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.