Flýtileiðir

Taumurinn lengdur

Taumaefni

Íhaldssemi mín og það sem mér finnst þægilegt verður oftar en ekki til þess að ég festist í einhverjum ramma sem ég fer helst ekki útfyrir. Mér þykir t.d. þægilegast að veiða með flottaum úr einþátta girni og hafa hann frammjókkandi. Þessi sérviska mín kostar sitt og á hverju sumri kemur að því fyrr eða síðar að mínum eigin takmörkum er náð hvað varðar kostnað í taumum. Þá bregð ég mér í endurvinnsluna. Þegar taumurinn er orðinn það stuttur að grennsta taumaefnið passar ekki lengur framan á hann er alveg sjálfsagt að færa sig upp um einn sverleika og hnýta á milli. Þetta verður að vísu ekki ákjósanlegasti ósýnilegi taumurinn, en dugir samt glettilega ef snyrtilega er hnýttur.

Það sem ber að varast og hefur komið mér í koll er að blanda saman óskyldum efnum í taum. Plastefni bregðast mismunandi við tognun og hita og það er einmitt hiti sem myndast þegar við hnýtum saman taum og taumaefni. Að vísu getum við dregið verulega úr þessari hitamyndun með því að væta hnútinn vel áður en hann er hertur, en hiti myndast nú samt sem áður. Það tognar lítillega á efninu, það veikist og í verstu tilfellunum krullast það sitt hvoru megin við hnútinn, svona eins og skrautbandið á jólapökkunum. Mitt blákalda mat er að efni sem krullast er ónýtt frá framleiðanda og það kaupir maður bara einu sinni, betra er að eyða 100 kr. meira í taumaefnið heldur en taka séns á einhverju no-name efni sem er ódýrara. Útsölurnar að hausti og fljótlega upp úr jólavertíð eru líka varhugaverðar. Plastefni gengur í samband við súrefni og veikist með tíð og tíma, sérstaklega þegar sólar- og halógenljós hjálpa til. Þegar taumar og taumaefni hafa legið frammi í nokkra mánuði hefur slitstyrkur þeirra minnkað verulega og þú bara slítur og slítur út úr hnútunum. Keyptu nýtt efni í upphafi vertíðar, ekki henda hundraðköllum til að spara 40% á útsölu löngu áður en þú ætlar að nota efnið.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com